Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2007 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í júní 2007.

Krossnesfjall-Kálfatindar.01-07-2007.
Krossnesfjall-Kálfatindar.01-07-2007.
Yfirlit yfir veðrið í Júní 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Júní var mjög góðviðrasamur í heild hægviðri þurrviðri enn oft þoka eða þokuloft á kvöldin og nóttinni,úrkoman hefur aldrei mælst eins lítil í júní síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík (1995),eða 9,0 mm.
1-3:Breytilegar vindáttir,hægviðri,kul eða gola,smá skúrir,hiti frá 3 stigum upp í 16 stig.
4-5:Sunnan og suðaustan,stinningskaldi,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.
6-21:Hafáttir Norðan,Norðaustan,Norðvestan,eða breytilegar vindáttir,hægviðri,Logn,Andvari,Kul eða Gola,úrkomulítið,enn þokuloft eða þoka á stundum,hlítt í veðri hiti frá 5 til 15 stiga.
22:Suðvestan stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti 7 til 15 stig.
23:Norðan stinningsgola og heiðskírt hiti 6 til 10 stig.
24:Suðvestan kaldi,þurrt hiti 6 til 18 stig.
25-30:Norðan og Norðvestan kaldi þann 27 annars gola eða kul,þokuloft eða þoka á stundum,smá súld þann 29,svalara í veðri hiti 4 til 12 stig.
Tilbúin áburður borin á tún 6 til 10 júní.
Þann 10 er gróður komin vel á stað á ræktuðum túnum og úthagi hefur tekið vel við sér.
Í lok mánaðar lítur sæmilega út með sprettu hjá bændum þó mjög þurrt hafi verið.
Úrkoman mældist einungis 9,0 mm.
Mestur hiti var 18,5 stig þann 24.
Minnstur hiti var þann 12 þá 2,5 stig og þann 28 var 3,0 stig.
Sjóveður var gott allan mánuðinn.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
Vefumsjón