Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. mars 2022 Prenta

Erfitt var að taka veðurathugun í 34 m/s.

Mælaskýli
Mælaskýli
1 af 2

Það hefur verið oft strembið að fara út í mæla og taka veðurathuganir í þessu veðri sem búið er að vera að undanförnu og að miklu leyti í vetur. Það hefur Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík þurft að reyna,eins og núna í síðasta ofsaveðri mánudaginn 14 mars þegar jafnavindur var um 34 m/s þegar hann fór út á báðum áttum, hvort hann fara eða ekki út, að lesa af mælum klukkan 18:00.,enn hann lét sig hafa það og las af mælum og allt sem þarf að gera í þessum athugunum. Það er að lesa hitastig eins og það er þá og hámarkshitann og lágmarkshitan. Einnig þarf þá að setja lágmarksmæli við jörð í slíður sem er 5 CM. Ofan við jarðlag, eða snjólag. Þá fór allt úr böndunum, gerði ofsakviður og skóf upp skarna og klakastykki. Þá hjekk hann með vinstri hendi í mælahúsgrindinni og með hægri hendi með mælinn til að stinga honum í slíðrið, en náði ekki niður úr annarri tröppu, þurfti því að figra sig niður á jörð til að koma mælinum á réttan stað.

Jón var klæddur í galla og úlpu og í stígvélum með broddum, enda var mjög sleipt og svell víða við mælaskýlið og reyndar alla leið heim í hús. Enn þegar jón kom inn og búin að senda veðurathugun á Veðurstofu Íslands, fór honum að svíða allrosalega fyrir ofan hægri úlnliðinn í hægri hendi og þar voru nokkrir rauðir dílar eða eins og punktar og aðeins bólgið. Ermin hefur færst upp þegar Jón var að teygja sig með mælinn á meðan skarinn gekk yfir og stungist í holdið. Kviðan þá hefur sennilega verið um og yfir 40 m/s.

Jón segist hafa tvívegis áður hafa lent í svipuðu veðri.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Guðbrandur við smíðar.04-04-2009.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón