Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. september 2014 Prenta

Fyrsti snjór í fjöllum.

Örkin 634 m. Snjór náði niðurfyrir 200 metra.
Örkin 634 m. Snjór náði niðurfyrir 200 metra.
1 af 2

Í morgun var komin fyrsti snjór í fjöll hér í Árneshreppi,og víðar sjálfsagt. Vindur gekk til norðlægrar vindáttar í gærkvöld og í nótt og orðin hvass í morgun 12 til 15 m/s. Allmikil úrkoma var í nótt og í morgun,mikil rigning á stundum,enda var mesta úrkoman eftir nóttina á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 14,5 mm,og næst mest var á Sauðanesvita 10,4 mm. Nú fyrir hádegið er farið að draga mikið úr úrkomunni. Úrkoman fellur sem rigning niður við sjó og á láglendi,en ofan við tvö hundruð metra sem slydda eða snjór. Í morgun náði snjór í fjallinu Örkinni,sem er notuð sem mælikvarði fyrir snjó til fjalla á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,auð fjöll,fleklótt eða alhvít,niður fyrir 200 metra og víðar neðar hlé megin við fjöll. Meðfylgjandi myndir eru teknar klukkan rúmlega níu í morgun.

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Séð yfir Trékyllisvík og til Norðurfjarðar af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
Vefumsjón