Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. júlí 2015 Prenta

Hitinn aðeins farið í átta stig.

Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig sem af er júlí.
Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig sem af er júlí.

Mjög kalt hefur verið og úrkomusamt sem af er júlí. Það sem af er júlí hefur verið mest þokuloft með súld eða rigningu, það sem af er mánuði eru komnir tveir dagar þurrir, úrkoman var komin í 63,5 mm í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Hámarkshitinn hefur aðeins farið í 8,1 stig, en hitinn er þetta yfirleitt á milli 6 og 7 stig yfir daginn,lægsti hitinn í júlí enn sem komið er var 4 stig þann 9.

Það er ekki von að spretti mikið í þessum kulda og lítur ílla út með grassprettu. Tveir bændur slógu smávegis um 17. og náðu því í rúllur, en annars er engin heyskapur byrjaður ennþá. Bændur ætluðu að byrja nú næstkomandi helgi ef styttir eitthvað upp.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Vatn sótt.
Vefumsjón