Eitt af stærri brotunum.
Íshrafl í fjörinni Stóru-Ávíkur megin við ána.
Smá íshrafl hefur komið hér í Ávíkina fyrir neðan veðurstöðina í Litlu-Ávík og Stóru-Ávíkur megin við ána.
Það er eins og einn lítil hafísjaki hafi komið inn í gærkvöld eða í nótt og splundrast við svonefnd Hjallsker hér í minni víkurinnar.
Þetta sást í birtingu í morgun.