Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. júlí 2010 Prenta

Mjög úrkomusamt sem af er Júlí.

Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælirinn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög úrkomusamt hefur verið það sem af er þessum mánuði,úrkoman orðin frá 1 júlí til kl 09:00 í morgun orðin 61,0 mm.
Í júlí í fyrra var úrkoman allan mánuðinn 49,0 mm.
Mjög þurrt var í júní síðastliðnum og sumstaðar brunnu tún þar sem sendin tún eru,en úrkoman í júní var aðeins 13,3 mm.
Þá segja gárungar sveitarinnar að bændur hafi lagst á bæn dag eftir dag og beðið um úrkomu,því svaraði sá góði herra þarna uppi með þessum látum,einnig segja sumir að það hafi ekki vitað á gott að messað var í báðum Árneskirkjum (eldri og yngri) í sama mánuði.
Án alls gríns þarf sláttur að fara að byrja efir venjulegum tíma ef styttir upp,jörð þornar nú fljótt upp eftir þessa úrkomu því hún tekur lengi við eftir þessa þurrka í síðasta mánuði.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
Vefumsjón