Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. mars 2015 Prenta

Rok- Ofsaveður.

Mikil svell þarf að fara yfir til að lesa af hitamælum í Litlu -Ávík sem er við ljósastaurinn.
Mikil svell þarf að fara yfir til að lesa af hitamælum í Litlu -Ávík sem er við ljósastaurinn.
1 af 2

Veður hefur verið þannig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum í morgun og sem af er degi. Klukkan sex var veðrið þannig:Suðsuðaustan 17 m/s upp í 22m/s í kviðum. Og kl:09:00 var það þannig SSA 18 m/s og í kviðum í 23 m/s. Og klukkan tólf á hádegi var það þannig: Sunnan 26 m/s og kviður í 43 m/s. Ekki hefur verið mikil úrkoma í þessu en stundum talsvert um skúrir. Hiti hefur verið sex til níu stig. Enn frá klukkan um 12:30 og fram til 14:10 var veðrið verst hér og var þá jafnvindum komin í 31 m/s  af suðri og kviður í 47 m/s. Veður fór síðan að ganga eitthvað nú fyrir og um klukkan tvö í dag. Eins og Veðurstofan spáði fyrir um. Veðurfræðingur á vakt Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands  segir þetta vera sennilega eitt versta sunnan veður sem komið hefur síðan 2007.

Vindurinn skefur upp jarðveg,grasrót,möl,og skarna og jafnvel klakastykki,menn eru mest hissa á því að rúður skuli ekki brotna eða eitthvað að láta undan í þessum ofsa í dag. Fréttamaður hefur ekki frétt af neinu tjóni enn í þessu veðri.  Miklar rafmagntruflanir hafa verið frá því snemma í morgun,enn frá því fyrir hádegi hefur rafmagn verið stöðugt.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Hafísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu eðu um 6 km A af Selskeri.18-01-2010.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Hafís. 13-06-2018
Vefumsjón