Sjálfvirk Veðurstöð sett upp í Litlu-Ávík.
Veðurstofa Íslands setti upp sjálfvirka veðurstöð í Litlu-Ávík á Ströndum í dag, enn mönnuð stöð er þar fyrir frá 12 ágúst 1995. Þetta þýðir ekki að veðurathugunarmaður þurfi ekkert að gera, hann verður að taka skýjahæð og skýjasort og veðurlýsingu, hvort sé rigning él og svo framvegis. Og skyggni mæla úrkomu og gefa upp sjólag og mæla sjávarhita og mæla lágmarkshita við jörð og mæla snjódýpt og fleira. Sjálfvirka stöðin sendir vindátt og vindhraða og einnig hitastig og rakastig á 10 mínútna fresti. Sem almenningur sér á klukkutíma fresti. Einnig er loftvog.
Vilhjálmur Þorvaldsson sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni og Hákon Halldórsson settu mælana upp. Stöðin byrjaði að senda rétt klukkan 16:00 í dag. Stöðin sendi klukkan 15:00 en þá voru vindmælar ekki tengdir, aðeins hitastig.