Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. september 2021 Prenta

Veðrið í Ágúst 2021.

Þokuhattur á Reykjaneshyrnu. Bærinn Litla-Ávík.
Þokuhattur á Reykjaneshyrnu. Bærinn Litla-Ávík.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar vindáttir voru frá byrjun mánaðar og fram til 13, með úrkomulitlu veðri, og hægviðrasamt var. Frá 14 og til 16 voru breytilegar vindáttir, en suðvestan um tíma þann 15, en innlögn (norðan) á kvöldin með þokulofti. Þá var hæg norðlæg vindátt frá 17 til 22, með þokulofti, þoku og smá súld. Frá 23 og til 24 voru breytilegar vindáttir og hægviðri, súld eða rigning. Síðan frá 25 og út mánuðinn var suðvestanátt með lítilsáttar skúrum og hlýju veðri. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 43,0 mm. (í ágúst 2020 : 119,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 25: +20,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7: +7,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +11,4 stig. (í júní 2020: +9,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +8,85 stig. (í ágúst 2020: +6,82 stig.)

Sjóveður: Gott sjóveður allan mánuðinn, það er gráð eða sjólítið.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-13: Norðan, NNA, NNV, logn, andvari, kul, gola, rigning, súld, þoka, úrkomulaust 6, 9, 10, 11, 12. Úrkomu varð vart þann 2. Hiti +7 til +17 stig.

14: Breytileg vindátt, andvari eða kul, úrkomulaust en þokuloft, hiti +8 til +16 stig.

15-16: Suðvestan, SA, en norðan eða norðaustan á kvöldin, úrkomulaust, hiti +9 til +17 stig.

17-22: Norðan, NNA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, þoka, súld, rigning, úrkomulaust,20, úrkomu varð vart 21, hiti +8 til +15 stig.

23-24: Breytilegar vindáttir, logn, andvari, gola, súld, rigning, hiti +11 til +17 stig.

25-31: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, skúrir,úrkomulaust þann 25. Úrkomu varð vart 30 og 31 hiti +11 til 20 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • 24-11-08.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
Vefumsjón