Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. maí 2015 Prenta

Veðrið í Apríl 2015.

Sjógarð gerði þann 11 í norðan hvassviðri.
Sjógarð gerði þann 11 í norðan hvassviðri.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með nokkru frosti og éljum og snjókomu,en fór síðan að hlýna þann þriðja og var lofthiti yfir frostmarki yfir daginn. Þann 11. var komin norðan hvassviðri eða stormur með snjókomu og nokkru frosti. Síðan voru suðlægar eða austlægar vindáttir og frostlaust yfir daginn. Þann 15.fór að hlína með suðlægum vindáttum sem stóð til 21. En þann 22. fór að kólna með éljum. Þann 23. gekk í norðanátt, með allhvössum vindi með snjókomu, og talsverðu frosti, en mun hægari síðustu tvo daga mánaðar. Þann 7 og 8 gerði suðvestan hvassviðri með storméljum. Og þann 11 gerði norðan hvassviðri og storm með snjókomu og nokkru frosti.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 46,3 mm. (í apríl 2014: 41.2 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 20: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 12: -5,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,26 stig.  (í apríl 2014: -0,23 stig.)

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 3 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 3. 22 cm.

Sjóveður: Slæmt dagana 1-11-12 og frá 24 til 28, annars sæmilegt í sjóinn.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan og NA,allhvass í fyrstu,síðan,stinningskaldi eða kaldi,snjóél,frost -3 til -5 stig.

2-3: Austan og SA,gola,kul,þurrt í veðri þ.2 en snjókoma eða skúrir þ.3.hiti -5 til +7 stig.

4: Sunnan og SV,gola,síðan allhvass og hvassviðri um tíma um kvöldið,rigning,skúrir,hiti +3 til +8 stig.

5: Suðaustan og S,kul eða gola,snjókoma,slydda,rigning,súld,hiti +1 til +7 stig.

6-8: Suðvestan,stinningsgola,allhvass,hvassviðri,skúrir,él,hiti +7 niður í -1 stig.

9-10 :Suðlægar eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,en NA allhvass um kvöldið þ.10,hiti +3 til -3 stig.

11: Norðan hvassviðri eða stormur,snjókoma,frost -1 til -5 stig.

12: Suðvestan gola,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti frá -6 til +1 stig.

13: Suðaustan gola eða stinningsgola,rigning,hiti +2 til 6 stig.

14: Vestan gola,síðan norðan stinningsgola,él,hiti frá +5 til -1 stig.

15-22: Mest Suðvestan eða suðlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, en allhvasst eða hvassviðri 21. og fram á 22. Þurrt í veðri 15. 16 og 18. annars skúrir, hiti frá +12 niður í -1 stig.

23-30: Norðan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvass eða hvassviðri dagana 26,27 og 28, síðan hægari vindur, él, snjókoma, frost frá -6 til + 1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
Vefumsjón