Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. maí 2016 Prenta

Veðrið í Apríl 2016.

Það snjóaði niður í byggð þann 27.
Það snjóaði niður í byggð þann 27.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með vorveðri og nokkrum hita miðað við árstíma og var að mestu gott veður fram til og með sextánda, enn næturfrost var stundum. Enn þann sautjánda snerist veður í norðanátt, með hvassviðri eða stormi með snjókomu og síðan éljum, norðanáttin gekk svo niður um kvöldið þann átjánda. Eftir það voru suðlægar vindáttir eða breytilegar oftast með hlýju veðri en næturfrost stundum. Þann 27. gekk til norðlægra vindátta og veður fór kólnandi og var norðlæg vindátt út mánuðinn og snjóaði niður í byggð. Mánuðurinn verður að teljast nokkuð góðviðrasamur í heild. Úrkomulítið var í mánuðinum í.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 25,3 mm. (í apríl 2015: 46,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 23: +10,1 stig.

Mest frost mældist þann 15: -3,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,9 stig.

Meðalhiti við jörð var -0,49 stig. (í apríl 2015: -1,26 stig.)

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auðjörð var því í 17 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 1: 15 cm.

Sjóveður: Sæmilegt eða gott nema 1-2-8-17-18, og síðustu þrjá daga mánaðar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Austlæg vindátt, stinningskaldi, kaldi,gola, rigning,,hiti +1 til 5 stig.

3-5: Norðan eða NNV, kul eða gola, súld, slydda, hiti +0 til +5 stig.

6-9: Austlæg vindátt, kaldi, stinningsgola, rigning þ.8. annars þurrt í veðri, hiti +2 til +6 stig.

10: Norðan eða NV, gola eða kul, snjóél, hiti +0 til 5 stig.

11-13: Sunnan eða suðlægar vindáttir, andvari, kul eða gola, stinningskaldi, þurrt í veðri, hiti frá +10 niður í -1 stig.

14: Norðaustan, gola eða stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 1 til 5 stig.

15-16: Suðvestan gola,stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, þurrt þ. 15. en lítilsáttar rigning þ.16. hiti frá -3 stigum upp í +7 stig.

17-18: Norðan hvassviðri eða stormur fyrri daginn, en síðan kaldi, stinningsgola, snjókoma eða él, hiti frá +1 niður í -3 stig.

19: Suðaustan andvari, kul eða gola, snjókoma, slydda, skúrir, hiti -2 til +3 stig.

20-25: Suðvestan eða breytilegar vindáttir, kul, gola, sinningsgola, kaldi,skúrir 20 og 21. annars þurrt í veðri, hiti frá -2 uppí +10 stig.

26-30: Norðaustan eða N og eða NV, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, þurrt í veðri þ.26. annars snjóél, skúrir, slydda eða rigning, hiti frá +5 niður í -1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ragna-Badda og Bía.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
Vefumsjón