Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. janúar 2018 Prenta

Veðrið í Desember 2017.

Séð til Norðurfjarðar.
Séð til Norðurfjarðar.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum og hlýju veðri fyrstu tvo dagana, en síðan breytilegar vindáttir, og veður fór kólnandi. Frá 5 til 7 var norðaustan eða norðan og allhvass með éljum. Frá 8 og til og með 12 var hægviðrasamt mest í suðlægum vindáttum, og hlýnaði svolítið þann 12. Þann 13 til 15 voru austlægar og eða NA, vindáttir. En frá 16 og fram til 22 voru suðlægar vindáttir oft hvassar en ofsaveðri um tíma fyrir og eftir miðnætti 22 og 23. Þann 23 gekk svo í norðaustan með hvassviðri og snjókomu og síðan éljum, og talsverðu frosti, er stóð til 27. En þann 28 var komin hæg austanátt sem var til 30. Síðasta dag mánaðar var norðan kaldi í fyrstu og síðan vestan gola.

Mjög lítil úrkoma var fram í miðjan mánuð, síðan var úrkomusamara. Mánuðurinn var mjög kaldur.

Vindur náði 74 hnútum eða 38 m/s fyrir og eftir miðnætti 22 og 23 í suðvestan roki í kviðum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 61,4 mm. (í desember 2016: 115,2mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist þann 1. +9,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 30. -8,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. ( í desember 2016: +3,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,65 stig. (í desember 2016: -0,36. stig.)

Alhvít jörð var í 18 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 8 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30. 29 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt sjóveður í heild.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, kul, litilsáttar skúrir þ.1. enn þurrt í veðri 2 og 3. hiti 9 niður í -2 stig.

4: Breytilegar vindáttir andvari eða kul, snjó eða slydduél, hiti -1 til 4 stig.

5-7: Norðaustan eða N, allhvass, stinningskaldi, kaldi, snjóél, en þurrt. Þ.7. hiti -7 til 2 stig.

8-12: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, þurrt í veðri, en rigning þann 12. hiti -8 til 3 stig.

13-15: Austan eða NA, allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola, gola, rigningarvottur þ.13. annars þurrt, hiti 4 niður í -3 stig.

16-22: Suðlægar vindáttir, SA, S, SV, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, enn    

ofsaveður var um tíma frá um 23:00 þann 22 og fram til 02:00 þann 23. snjókoma, rigning, él, hiti -5 til 8 stig.

23-27: Norðaustan eða N, hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, hiti 1 til -6 stig.

28-30: Austan gola eða stinningsgola, þurrt í veðri þ.28 og 30. enn snjókoma um tíma þ.29. hiti -1 til -9 stig.

31: Norðan kaldi, stinningsgola, í fyrstu síðan V gola, él um morguninn, hiti 1 til -4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
Vefumsjón