Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2015 Prenta

Veðrið í Febrúar 2015.

Ávíkuráin ruddi sig í mánuðinum og engu líkar en að klakastykkjunum sé raðað upp með handafli niður við sjóinn.
Ávíkuráin ruddi sig í mánuðinum og engu líkar en að klakastykkjunum sé raðað upp með handafli niður við sjóinn.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var suðvestan og þann annan norðan,með hægum vindi,en snjómuggu eða éljum. Þann þriðja gekk í ákveðnar suðvestanáttir með hvassviðri eða stormi og eða roki með miklum kviðum (byljótt),sem stóð fram til og með tíunda. Eftir það var frekar hægur vindur fram til fjórtánda að fór að hvessa af suðaustri um kvöldið og hlýnaði í veðri. Síðan umhleypingar áfram. Enn þann 19.gekk í norðaustan og norðan hvassviðri með talsverði ofankomu,og voru mest norðlægar eða austlægar vindáttir ríkjandi fram til 25. Síðustu daga mánaðar voru norðlægar vindáttir með snjókomu og éljum,og stundum ísingarveðri. Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur eins og undanfarnir mánuðir.

 

Í hlákunni og hvassviðrinu fjórða til áttunda fóru svell af vegum og túnum að mestu. En þann 25 og 26 slaknaði aðeins og fóru að myndast svellalög aftur.

Í suðvestanáttunum 3. til 10. var jafnavindur oft um og yfir 20 m/s. Enn þann 5. var  hvassast um morguninn kl:06:00,þá var jafnavindur 28 m/s en mesta kviða fór í 42 m/s eða 152 km/klst. Einnig þann 8. Kl:18:00 var jafnavindur 26 m/s en í kviðum fór vindur í 44 m/s eða 159 km/klst. Og eins var þetta kl:21:00 ,nema að jafnavindur var þá 27 m/s.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Suðvestan og V,gola eða stinningsgola,snjókoma,hiti – 1 til +2 stig.

2:Norðan,stinningsgola eða kaldi,snjókoma,él,frost -2 til -5 stig.

3-10:Suðvestan mest hvassviðri,stormur eða rok,og mjög byljótt,él,snjókoma,rigning,skúrir,  skafrenningur, þurrt í veðri þ.3 og 5.hiti frá +8,5 stigum niður í -7 stig.

11-13:Vestlægar eða breytilegar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,skafrenningur,él,þurrt í veðri þ.11 og 13,frost frá -2 niður í -11 stig.

14:Breytileg vindátt í fyrstu,kul síðan SA eða S,hvassviðri eða stormur um kvöldið,snjókoma,slydda og síðan rigning,hlýnaði í veðri,hiti frá -5 upp í +8 stig.

15-16:Suðvestan allhvasst,stinningskaldi,,kaldi,þurrt í veðri þ.15. annars él,hiti +8 til -5 stig.

17:Vestan kaldi,stinningsgola í fyrstu með éljum,síðan SA eða A stinningsgola um kvöldið með snjókomu,frost -2 til -6 stig.

18:Suðaustan og A gola,stinningsgola,snjókoma,rigning,slydda,hiti +2 til +5 stig.

19-20:Norðaustan eða N,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,kaldi,snjókoma,él,skafrenningur,hiti frá +0 og niður í -5 stig.

21:Norðaustan og A,kul eða gola,lítiláttar él,frost,-5 til -8 stig.

22-25:Norðaustan eða A,stinningsgola,kaldi,stinningskaldi,allhvasst,hvassviðri,skafrenningur,él,snjókoma,slydda,hiti frá -7 til +3 stig.

26-28:Norðan,NV,NNA,hvassviðri í fyrstu þ.26. annars,allhvasst,stinningskaldi,snjókoma,él,ísing,skafrenningur,hiti +3 til -3 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 78,9 mm. (í febrúar 2014: 37,1 mm.)

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 8: +8,5 stig.

Mest frost mældist þann 12: -10,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,8 stig.

Meðalhiti við jörð var -3,70 stig. (í febrúar 2014: -1,07 stig.)

Alhvít jörð var í 21 dag.

Flekkótt jörð var í 7 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 28: 31 cm.

Sjóveður:Mjög rysjótt.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
Vefumsjón