Veðrið í Febrúar 2017.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu tvo dagana, en síðan austlægur og frá sjöunda voru suðlægar vindáttir með hvassviðri eða stormi ellefta og tólfta, úrkomulítið og nokkuð hlítt. Þann fimmtánda snérist til norðanáttar og síðan norðaustanáttar til nítjánda, með súld og talsverðri rigningu og súld þann sautjánda og fram á átjánda, en með snjókomu þann nítjánda á konudaginn. Þá gerði alhvíta jörð á láglendi aftur. Síðan var breytilegar vindáttir eða NA með éljum. Þann 22 til og með 24 var suðaustlæg vindátt, með úrkomu. Enn 25 var suðvestanátt með hvassviðri í fyrstu, síðan mun hægari þegar leið á daginn. Þann 26. snérist vindur í norðaustlæga vindátt, og var hæg austlæg átt síðasta dag mánaðar.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 76,3 mm. (í febrúar 2016: 103,9 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.
Þurrir dagar voru 6.
Mestur hiti mældist þann 8: +9,0 stig.
Mest frost mældist þann 22: -5,5 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +2,7 stig.
Meðalhiti við jörð var -0,09 stig.(í febrúar 2016:-4,11 stig.)
Alhvít jörð var í 9 daga.
Flekkótt jörð var í 4 daga.
Auð jörð var því í 15 daga.
Mesta snjódýpt mældist þann 23 og 24: 18 cm.
Sjóveður: Nokkuð rysjótt enn nokkrir dagar sæmilegir, sérlega um og eftir miðhluta mánaðar.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-2: Breytilegar vindáttir, kul,gola, en síðan ANA kaldi og SV stinningsgola, þ. 2. súld, rigning, hiti 1 til 5 stig.
3-6: Norðlæg eða austlæg vindátt, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, slydda, rigning, súld, en þurrt í veðri þ.6. hiti -0 til 6 stig.
7-14: Suðlægar vindáttir S, SV, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri eða stormur 11, 12, en síðan gola, skúrir, rigning, enn þurrt 9, 10 og 13, hiti 2 til 9 stig.
15-19: Norðan og NA, gola eða stinningsgola, súld, rigning, enn snjókoma þ.19. hiti -2 til 4 stig.
20: Breytileg vindátt andvari, aðeins snjókomuvottur, hiti 2 til -1 stig.
21: Norðaustan stinningsgola, stinningskaldi, en NV stinningsgola um kvöldið, él, frostúði, hiti -2 til 2 stig.
22-24: Suðaustan kul, stinningsgola, kaldi, snjókoma, skafrenningur, slydda, rigning, hiti -6 til 4 stig.
25: Suðvestan hvassviðri síðan stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 6 til -2 stig.
26-27: Norðaustan eða A, allhvasst, stinningskaldi, kaldi,snjókoma, slydduél, hiti -1 til 5 stig.
28: Austlæg eða breytileg vindátt, þurrt í veðri, hiti 3 til -2 stig.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.