Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. mars 2019 Prenta

Veðrið í Febrúar 2019.

Flekkótt jörð varð fyrst þann 22.
Flekkótt jörð varð fyrst þann 22.

Norðan var fyrsta dag mánaðar sem gekk niður. Síðan voru hægar suðlægar vindáttir 2 og 3. Þann 4 var farið að snúast til austlægra vindátta og farið aðeins að hlýna í bili, og var ANA hvassviðri um kvöldið þann 5 og fram á dag þann 6. Norðaustan var svo áfram með frosti fram til 11. Þann 12 var austan með slyddu, snjókomu og rigningu, en um kvöldið SV hvassviðri. Frá 13 og til 16 var hægviðri með litilsáttar úrkomu, en nokkurt frost. Norðaustan hvassviðri var þann 17 með snjókomu, og norðlægar áttir áfram fram til 19, með éljum og nokkru frosti. Þann 20 fór að hlýna í veðri fyrst með austlægum vindáttum og síðan suðlægum, þann 24 fór að kólna aftur þótt hiti væri ofan við frostmark, en suðlægar vindáttir áfram. Þann 26 var norðvestan með rigningu, slyddu og snjókomu. Dagana 27 og 28 var úrkomulaust og hægviðri.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 59,0 mm. (í febrúar 2018: 100,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 7 dagar.

Mestur hiti mældist þann 21: +9,0 stig

Mest frost mældist þann 2: -8,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,2 stig. (í febrúar 2018: +1,6 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,37 stig. (í febrúar 2018: -2,22 stig.)

Alhvít jörð var í 22 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 19: 28 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt. Ekkert sjóveður fyrir smábáta í mánuðinum.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðan stinningskaldi, stinningsgola, snjóél, frost -3 til -7 stig.

2-3: Suðvestan síðan A, andvari, kul, þurrt í veðri, frost -2 til 9 stig.

4: Norðaustan gola, stinningsgola, snjókoma með köflum, frost -4 til +0 stig.

5-10: Norðaustan eða NNA, stinningsgola, kaldi, en alhvass eða hvassviðri þann 6 ,8 og 9. snjóél hiti frá -6 til +2 stig.

11: Breytilegar vindáttir, kul, snjókoma seinnipartinn og um kvöldið, hiti -6 til +1 stig.

12: Austnorðaustan stinningskaldi í fyrstu með rigningu, slyddu og snjókomu, síðan SV hvassviðri með éljum, hiti -1 til 4 stig.

13: Suðvestan, kul eða gola, úrkomulaust, hiti -2 til +2 stig.

14-16: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, kul eða gola, snjóél, en úrkomulaust þ.16. en NA stinningsgola um kvöldið þ.16. hiti -6 til +1 stig.

17-19: Norðaustan og N eða A, hvassviðri Þ17. síðan allhvasst, stinningskaldi, gola, kul, snjókoma, él, úrkomulaust Þ 19. frost -1 til 4 stig.

20-25: Mest suðlægar eða austlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, slydda, rigning, skúrir, snjókoma, hiti +1 til +9 stig.

26: Norðvestan, kul, gola, stinningsgola, rigning, slydda, snjókoma, hiti +0 til +7 stig.

27-28: Suðlægar vindáttir kul eða gola, úrkomulaust, hiti 0 til 5 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
Vefumsjón