Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2020 Prenta

Veðrið í Febrúar 2020.

Það sást til sólar 2svar í mánuðinum. Séð til Norðurfjarðar.
Það sást til sólar 2svar í mánuðinum. Séð til Norðurfjarðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægri NA átt, með smá éljum, siðan voru frá 2 til 8 suðlægar vindáttir með þíðviðri, og tók snjó og svellalög mikið til upp. Þann 9 og fram til 11 voru norðlægar vindáttir, með snjókomu eða éljum. 12 til 14 var ANA átt og stormur og rok þann 14 með snjókomu og skafrenningi. Þá voru Norðaustanáttir áfram oft með hvassviðri og eða stormi með ofankomu fram til 22. Þann 23 gerði Suðvestanátt eða suðlæga vindátt, með snjókomu með köflum, en þurru veðri þann 23. Þann 25 gekk í Norðaustanátt og austan með snjókomu eða éljum. Þann 29 voru breytilegar vindáttir og hægviðri með úrkomulausu veðri.

Vindur fór í 35 m/s í kviðum í austan veðrinu þann 14. Sem eru 12 vindstig gömul.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 48.3 mm. (í febrúar 2019: 59,0 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist +10,5 stig þann 6.

Minnstur hiti mældist -6,0 stig dagana 2 og 14.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. (í febrúar 2019: +0,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,80 stig. (í febrúar 2019: -3,37 stig.)

Sjóveður. Mjög rysjótt. Samt voru sæmilegir dagar, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 23. 24, þar sem var sjólítið eða dálítill sjór. Annars var slæmt eða ekkert sjóveður, það er talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór eða stórsjór.

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 9 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 25. 24 cm.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan stinningsgola, síðan SA, kul,snjóél, frost 0 til -5 stig.

2-8: Suðaustan eða Sunnan, kul, gola, stinningsgola, kaldi, enn S og SV hvassviðri þ. 6. Él, rigning, skúrir, úrkomulaust 2 og 8, hiti frá -6 til +10,5 stig.

9-11: Norðan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en hvassviðri þ. 10. Frostrigning, snjókoma, él, hiti +1 til -3 stig.

12-14: Austnorðaustan stinningsgola, kaldi, en hvassviðri, stormur eða rok þ. 14. Él, snjókoma, skafrenningur, hiti frá -6 til +2 stig.

15- 22: Norðaustan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, enn hvassviðri þ.15 og þ.16 og 17. Og stormur þ.20. Snjókoma,slydda, rigning, él. Hiti +3 til -4 stig.

23-24: Suðvestan eða Vestan, stinningskaldi eða kaldi, síðan Sunnan eða breytileg vindátt, gola eða kul, úrkomulaust þ. 23. Annars lítilsáttar snjókoma, hiti frá -6 til +2 stig.

25-28: Norðaustan og síðan Austan, allhvasst og hvassviðri þ. 25. Síðan stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, skafrenningur, hiti frá -4 til +1 stig.

29: Suðlæg eða breytileg vindátt, kul, úrkomulaust, hiti frá – 3 til +1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
Vefumsjón