Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. febrúar 2014 Prenta

Veðrið í Janúar 2014.

Séð niðrað Gjögri.Mynd 30-01-2014.
Séð niðrað Gjögri.Mynd 30-01-2014.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan eða Norðan hvassviðri,eða allhvössum vindi sem stóð til og með áttunda þessa mánaðar. Síðan gerði hægviðri með austlægum eða suðlægum vindáttum í þrjá daga. Tólfta til fimmtánda voru austlægar vindáttir allhvasst eða með kalda,og með lítilsáttar úrkomu. Eftir það voru bara hægviðri að mestu með nokkurri úrkomu fram til 23. Eftir það voru hægar hafáttir og síðan austlægar vindáttir,en allhvasst af austri síðasta dag mánaðar. Úrkoman var í minna lagi í mánuðinum. Rafmagn fór af Árneshreppi um morguninn þann þriðja og komst rafmagn aftur á á sunnudagsnótt þann 5. Rafmagnslínur slitnuðu vegna ísingar á Trékyllisheiði.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-8:Norðaustan eða N,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,skúrir,él,snjókoma,slydda,frostrigning,hiti frá +3 stigum niðri -1 stig.

9-10:Austan eða breytileg vindátt,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +2 stigum niðri -2 stig.

11:Suðvestan,andvari,kul,stinningsgola,lítilsháttar snjókoma eða slydda,fyrri hluta dags,hiti frá +3 stigum niðri -2 stig.

12-15:Austan eða NA,kaldi,stinningskaldi,allhvasst,þurrt í veðri 12.,og 13.,annars smá él og síðan lítilsáttar súld,hiti frá -4 stigum í +4 stig.

16-18:Breytleg vindátt eða austlæg,andvari,kul,gola,stinningsgola,súldarvottur þ.16.,annars þurrt,hiti +4 neðri +1 stig.

19:Noraustan kaldi síðan gola eða kul,súld,hiti +2 til +4 stig.

20-23:Breytilegar vindáttir,logn,andvari,kul eða gola,súld,rigning,slydda,hiti +4 stig niðri -1 stig.

24:Norðaustan gola,stinningsgola,kaldi,snjókoma,hiti frá +3 stigum niðri -1 stig.

25-28:Norðan og síðan NA,gola,stinningsgola,kaldi,rigning,súld,þokuloft,hiti frá +4 sigum niðri 0 stig.

29-31:Norðaustan og A,kul,gola,en kaldi og allhvass þann 31.,slydda,snjókoma,þurrt í veðri þ.,30.,hiti,frá -4 stigum uppi +5 stig.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,5 mm. (í janúar 2013: 61,3 mm.)

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist +4,8 stig þann 31.

Mest frost mældist -4,0 stig þann 30. og -3,9 þann 12.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.
Meðalhiti við jörð -0,44 stig. (í janúar 2013: -0,96 stig.)

Alhvít jörð var í 4 daga.

Flekkótt jörð var í 19 daga.(þar af mest svellað í 14 daga.)

Auð jörð því í 8 daga.

Mesta snjódýpt mældist 6 cm þann 6.

Sjóveður:Ekkert eða mjög slæmt sjóveður fyrstu viku mánaðar,síðan nokkuð rysjótt fram til 19. Síðan nokkuð sæmilegt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Njáll Gunnarsson og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón