Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. febrúar 2020 Prenta

Veðrið í Janúar 2020.

Oft var snjókoma eða dimm él í mánuðinum.
Oft var snjókoma eða dimm él í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum með öllum vindáttum. Norðan, Austan, Sunnan, Vestan, NA, SA, SV, NV, með snjókomu, rigningu eða éljum, og hitastigi í plús eða mínus. Og voru svona umhleypingar má segja út mánuðinn. Enn engin hvassviðri voru eftir 26.

Gott veður var dagana 16, 17 og 18, suðlægar vindáttir með úrkomulausu veðri. Og gott veður eftir hádegið þann 21 hæg austlæg vindátt og úrkomulaust. Breytilegar vindáttir voru dagana 27 og 28 og úrkomulaust veður.

Í suðvestan storminum þann 5 fór vindur í kviðum í 42 m/s. Og einnig í SSV stormi þann 19 fóru kviður í 35 m/s. Og í SV hvassviðri og stormi þann 20 fóru kviður í 33 m/s. Og í SV hvassviðri og stormi þann 23 fór vindur í 34 m/s í kviðum. Þetta er vindur sen fer í 12 vindstig gömul eða meira.

Mikil hálka var á vegum í mánuðinum. Svell tóku mikið upp þó í blotunum 19 og 21 og 22.

Flugsamgöngur féllu niður til Gjögurs eða þrjár flugferðir í mánuðinum, vegna veðurs. Mánuðurinn var úrkomusamur.                                                                                                                                      

Mæligögn:

Úrkoman mældist 117,5 mm. (í janúar 2019: 45,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 22: +9,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 3: -10,8 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. (í janúar2019: +0,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,81 stig. (í janúar 2019: --3,41 stig.)

Alhvít jörð var í 26 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 15: 28 cm.

Sjóveður. Mjög rysjótt. Oftast mjög slæmt vegna sjógangs eða hvassviðra eða storma.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, hiti +0 til 3 stig.

2-3: Tvíátta var, Norðan allhvasst, stinningskaldi, kaldi, síðan Suðvestan og VSV stinningsgola, gola, snjókoma, él, frost -2 til -11 stig.

4: Tvíátta,Suðaustan gola, stinningsgola, síðan SSV, allhvass, snjókoma, slydda, rigning, hiti frá -4 til +5,5 stig.

5: Suðvestan, allhvasst, hvassviðri, stormur, slydduél, hiti +1 til +4 stig.

6-7: Norðaustan, ANA, N. NV, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, slydda, snjókoma, hiti frá -3 til +2 stig.

8-9: Suðvestan allhvass, hvassviðri, snjóél, skafrenningur, hiti + 2 til -6,5 stig.

10: Austan stinningsgola, síðan NA hvassviðri eða stormur, snjóél, slydda, rigning, hiti -6 til +4 stig.

11: Suðvestan stinningsgola, stinningskaldi, allhvass, rigning, snjóél, hiti, +5 til -3 stig.

12-15: Norðaustan og N, allhvass, hvassviðri, stormur, rok, snjókoma eða él, hiti frá -3 til +2 stig.

16-18: Austan og SA stinningsgola, síðan Suðvestan, gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti frá -3 til +4 stig.

19-20: Suðvestan hvassviðri, stormur, rigning, skúrir, síðan mjög dimm él, hiti +8 til -3 stig.

21: Suðvestan hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola. Siðan Austan gola, úrkomulaust, hiti -2,2 til +2,5 stig.

22-23: Sunnan hvassviðri, síðan SV stormur, hvassviðri, allhvasst, rigning, slydda, él, hiti +9 niður í -4 stig.

24: Suðvestan og VSV, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, úrkomulaust, frost -2 til -4 stig.

25-26: Norðaustan og ANA, hvassviðri, allhvasst, snjókoma, slydda, hiti frá -3 til +2 stig.

27-28: Breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, andvari, úrkomulaust, hiti -3 til +3 stig.

29-31: Norðan, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, slydda, rigning, snjóél, hiti frá +2 niður í -1 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Togari á vesturleið í hafís.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
Vefumsjón