Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. febrúar 2021 Prenta

Veðrið í Janúar 2021.

Finnbogastaðafjall. 29-01-2021.
Finnbogastaðafjall. 29-01-2021.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt var fyrstu 5 daga mánaðarins með smá vætu með köflum. Miklar stormkviður voru um kvöldið þann þriðja með úrhellisskúrum. Þann 6 var vestan eða norðvestan hægviðri og þurrt í veðri en frost. Þá var suðlæg vindátt þann 7 með smá snjómuggu um kvöldið og frost. Þann 8 var suðlæg vindátt í fyrstu með hita í +, enn síðan snérist í hæga norðanátt fyrir hádegið með snjókomu og komið hvassviðri um kvöldið með talsverðu frosti. 9 og 10 var vestlæg eða suðlæg vindátt og hægviðri og björtu veðri með talsverðu frosti. Frá 11 og fram til 17 var hægviðri með frosti í fyrstu síðan hita vel yfir frostmarki og úrkomu með köflum. Frá 18 og til 28 var norðan eða norðaustan allhvasst eða hvassviðri með slyddu, snjókomu eða éljum og talsverðu frosti. Þrjá síðustu daga mánaðarins var mest hægviðri með úrkomulausu veðri en talsverðu frosti.

Mánuðurinn var úrkomulítill og mjög kaldur.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,5 mm. (í janúar 2020) : 117,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 13.

Mestur hiti mældist þann 4. +9,2 stig.

Mest frost mældist þann 10. -10,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,1 stig. (í janúar 2020: -0,2stig,)

Meðalhiti við jörð var -4.03 stig. (í janúar 2020: -2,81 stig.)

Sjóveður. Sjóveður var gott eða sæmilegt 1, 2, 5, 6, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 29, 30. Þá var sjólítið eða dálítill sjór. Hina dagana var slæmt eða ekkert sjóveður, það er talsverður, allmikill eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 20 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 5 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 27.= 23.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5: Suðvestan, S, gola og uppí hvassviðri, en stormur um tíma um kvöldið þann 3 með miklum kviðum uppí 32 m/s. Rigning eða skúrir, úrkomulaust 1og 5. Hiti +9 til -4 stig.

6: Vestan, NV, gola og uppí kalda, úrkomulaust, hiti +1 til -6 stig.

7: Sunnan kul uppí allhvassan vind, lítilsáttar snjókoma um kvöldið frost -2 til -8 stig.

8: Suðvestan stinningsgola í fyrstu, síðan norðan gola og uppí hvassviðri með snjókomu, hiti +5 til -8 stig.

9: Norðvestan stinningsgola síðan vestan andvari, úrkomulaust, frost -4 til -10 stig.

10: Sunnan kul, úrkomulaust, frost -5 til 10 stig.

11: Norðnorðaustan stinningsgola í fyrstu, síðan suðsuðaustan kul, úrkomulaust, frost -1 til -9 stig.

12-15: Sunnan, SA eða breytilegar vindáttir, logn, kul, uppí kalda, rigning þann 13 annars úrkomulaust, hiti +6 til -7 stig.

16-17: Norðvestan eða V, andvari uppí golu, úrkomulaust, en snjókoma um kvöldið þann 17. Hiti +0 til +3 stig.

18-28: Norðan, NA, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, slydda, snjókoma, él, skafrenningur, úrkomulaust þann 28. HHHHiti +2 til -6 stig.

29: Suðaustan kul, síðan vestan gola, úrkomulaust, hiti +1 til frost -6 stig.

30: Norðan eða norðnorðaustan, kaldi, stinningsgola, úrkomulaust, hiti 0 til frost -7 stig.

31: Breytileg vindátt eða SA, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust, frost -3 til -6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Gislína-Júlíana-Vilhjlálmur og Eysteinn.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Drangavík 18-04-2008.
  • Slydda en áfram reist.27-10-08.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
Vefumsjón