Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júlí 2015 Prenta

Veðrið í Júní 2015.

Fjöll urðu alhvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3.
Fjöll urðu alhvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og köldu veðri, snjóéljum og slyddu fram til fimmta. Þann sjöunda snerist í suðvestanáttir og veður talsvert hlýnandi fram til níunda, en kólnaði talsvert aftur fram til fjórtánda, slydduél voru síðast þann ellefta. Síðan voru hægar hafáttir út mánuðinn, en NA stinningskaldi þann 30. Frekar svalt var í þokuloftinu frá tuttugusta og út mánuðinn. Úrkomulítið var í mánuðinum og lítil sem engin úrkoma eftir miðjan mánuð, enda þurrir dagar taldir 15. Mánuðurinn var kaldur í heild.

Fjöll urðu hvít víða í Árneshreppi aðfaranótt þann 3. og vegur þungfær norður og Vegagerðin þurfti að moka talsverðan snjó.

Suðvestan hvassviðri og stormur var frá 7 og fram á morgun þann 9. Kviður fóru í 39 m/s, þetta var eins og hinn versti hauststormur.

Bændur voru að mestu búnir að bera tilbúin áburð á tún uppúr 20. Eru öll vorverk um hálfum mánuði til þrem vikum seinni enn í venjulegu árferði.

Mæligögn:

Úrkoman mældist  15,4 mm. (í júní 2014: 32,4 mm.)

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 19: +13,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13: +0,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,58 stig. (í júní 2014: +7,10 stig.)

Sjóveður:Slæmt sjóveður dagana 1-2-3 og 30, annars gott eða sæmilegt sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-6:Norðan og NA, kaldi, stinningskaldi, stinningsgola, en gola eða kul 5 og 6. skúrir, snjóél, slydda, hiti frá +0,5 til +6 stig.

7-9:Suðvestan kaldi í fyrstu síðan hvassviðri eða stormur um kvöldið þ. 7 og fram á morgun þ. 9, enn ofsaveður í kviðum, síðan stinningsgola, þurrt í veðri 7 og 9, en skúrir eða rigning þ.8, hiti 6 til 11 stig.

10-13:Norðaustan eða N, stinningsgola, gola, kul, rigning, slydduél, en þurrt í veðri 12 og 13, hiti 2 til 8 stig.

14-30:Hafáttir ,N, NV, NA andvari, kul, gola, stinningsgola, en kaldi eða stinningskaldi þ. 30. Lítilsáttar rigning, skúrir,súld, annars þurrt veður, mikið um þokuloft síðari hluta mánaðar, hiti 2 til 13 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón