Veðrið í Júní 2018.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrstu fjóra daga mánaðarins var suðvestanátt, oft allhvasst, en þurru veðri og góðum hita. 5 og 6 var norðanátt og svalara og þokuloft. Síðan var skammvinn suðvestanátt með hlýju og þurru veðri. Frá 9 og fram til 20 voru norðlægar vindáttir oftast með köldu veðri og einhverri úrkomu. Þá voru suðlægar vindáttir næstu 4 daga, en aðfaranótt 25 var norðlæg og eða norðvestlæg vindátt með mikilli rigningu fram á morgun. Eftir það var suðvestanátt aftur með vætu. Þann 28 gerði skammvinna norðlæga vindátt með rigningu. Mánuðurinn endaði með breytilegri vindátt og hægviðri en úrkomu. Úrkomusamt var í mánuðinum með köflum, aðallega eftir níunda dags mánaðar.
Hafís borgarísjakar sáust frá landi í mánuðinum, og voru sendar tvær hafístilkynnigar 13 og 19 á Hafísdeild Veðurstofunnar.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 75,9 mm. (í júní 2017: 60,7 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.
Þurrir dagar voru 10.
Mestur hiti mældist þann 7 : +16,1 stig.
Minnstur hiti mældist þann 16: +2,0 stig.
Meðalhiti mánaðarins var +7,8 stig. (í júní 2017: +6,6 stig.)
Meðalhiti við jörð var +5,46 stig. (í júní 2017: +4,38 stig.)
Sjóveður: Oftast sæmilegt, ládautt, gráð, sjólítið eða dálítill sjór. Nokkuð slæmt sjóveður, 14 og 15, það er talsverður sjór.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-4: Suðvestan og V allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, þurrt í veðri, hiti 6 til 14 stig.
5-6: Norðan , kul, súldarvottur þann 5. þurrt þann 6. þoka eða þokuloft, hiti 3 til 11 stig.
7-8: Suðvestan stinningsgola eða kaldi, þurrt í veðri, hiti 5 til 16 stig.
9-20: Norðan NV, NNA, kul, gola, stinningsgola eða kaldi, rigning, súld, þoka, en þurrt í veðri 13 og 20, hiti 2 til 11 stig.
21-24: Mest SV, og SSA, gola,stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning eða skúrir, þurrt í veðri þann 24. hiti 7 til 14 stig.
24-25: Um kvöldið þ.24 og aðfaranótt 25 var norðlæg vindátt eða NV, með mikilli rigningu fram á morgun.
25-27: Suðvestan gola, stinningsgola, stinningskaldi, en allhvasst eða hvassviðri þann 25 um kvöldið og fram á morgun, rigning, skúrir, hiti 6 til 15 stig.
28: Norðan,NNA, kul eða gola, rigning, hiti 8 til 12 stig.
29-30: Breytilegar vindáttir, SV. N gola, kul, logn, rigning, súld, hiti 7 til 15 stig.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.