Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. júlí 2019 Prenta

Veðrið í Júní 2019.

Oft var þoka eða þokuloft í mánuðinum.
Oft var þoka eða þokuloft í mánuðinum.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hafáttir voru ríkjandi fyrstu 11 daga mánaðarins með köldu veðri með snjó eða slydduéljum, heldur fór að hlína þann 6 en þann 10 fór að hlína fyrir alvöru þótt hafáttir væru enn. Þann 12 var vestlæg vindátt með miklum hita, fór í 17,5 stig. Þann 13 og fram til 22,voru norðlægar vindáttir og kólnaði talsvert í veðri þann 14 með þokulofti, síðan kólnaði enn frekar þann 18. Frá 23 og til 28 voru suðvestlægar vindáttir með mjög hlýju veðri, hitinn fór í 18,2 stig þann 27. og var það hæðsti hiti mánaðarins. Síðan voru hafáttir tvo síðustu daga mánaðarins með svölu veðri og súld. Mjög úrkomulítið var í mánuðinum, og jörð mjög þurr. Grasspretta gengur hægt og jafnvel að tún hafi brunnið þar sem þurrast er. Kuldatíð og þurrki um að kenna, mjög kalt var fyrstu ellefu daga mánaðarins, en mjög hlítt 23 til 28 en þá var mjög þurrt. Þannig að það er einungis í sex daga sem hægt er að tala um góðan hita hér á Ströndum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 13,7 mm. (í júní 2018: 75,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 27. +18,2 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7. -0,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 7,3 stig. ( í júní 2018 +7,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,95 stig. (í júní 2018: +5,46 stig.)

Sjóveður: Gott eða sæmilegt, sjólítið eða dálítill sjór, enn slæmt dagana 3,4 og 5 þá talsverður sjór, og nokkuð slæmt fyrir handfærabáta í SV hvassviðrinu þann 25.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-11: Norðan eða NA, stinningsgola, kaldi, gola, kul, slydduél, snjóél, súld, þurrt 1-6-7-8-10-11, hiti frá – 1 til +15 stig.

12: Vestan eða NV, gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti 7 til 18 stig.

13-22: Norðan NNA, kul, gola, stinningsgola,kaldi, stinningskaldi, þokuloft, þoka, súld, rigning, úrkomulaust dagana 14 og 16, úrkomu varð vart 15, 19, 21 og 22. Hiti 4 til 14 stig.

23-28: Suðvestan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, skúrir, úrkomulaust 23, 24, 25, 26. Hiti til 8 til 18 stig.

29-30: Norðaustan, NNA, stinningsgola eða kaldi, súld, hiti 5 til 8 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Naustvík 11-09-2002.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
Vefumsjón