Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. apríl 2020 Prenta

Veðrið í Mars 2020.

Fallegt veður þann 7. Finnbogastaðafjall. Glifsa. Árnesfjall.
Fallegt veður þann 7. Finnbogastaðafjall. Glifsa. Árnesfjall.
1 af 4

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með austlægum eða suðaustlægum vindáttum með úrkomulitlu veðri, enn talsverð slydda var um tíma þann 3. Þann 4 var hægviðri með þurru veðri. Þann 5 gekk í norðlæga vindátt og norðaustan og austlægar vindáttir voru fram til 14 með éljum og snjókomu og skafrenningi. Enn hvassviðri var dagana 10 og 11. Þann 15 var suðvestan eða sunnan með snjókomu allhvasst um tíma og mikill skafrenningur. Þá gekk í norðaustan storm og síðan hvassviðri með talsverðri snjókomu, og bætti mikið á snjóalög á láglendi, frá 16 til 18. Þann 19 gekk í suðvestanátt, eða suðlægar vindáttir, hvassviðri ,stormur og rok var um tíma þann 20 og þíðviðri. Breytilegar vindáttir voru 24 og 25 með snjókomu. Frá 26 voru suðvestlægar vindáttir með éljum og skafrenningi, en þann 28 fór að hlýna í veðri og var þíðviðri út mánuðinn og tók snjó mikið upp á lálendi, og varð jörð flekkótt í 3 síðustu daga mánaðarins.

Vindur fór í 42 m/s í kviðum í S og SSV veðrinu þann 20. Oft í 38 m/s. Og í SSV veðrinu þann 31 fór vindur í 35 m/s.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 56,3 mm. (í mars 2019: 52,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist +7,3 stig þann 31.

Minnstur hiti mældist -8,3 stig þann 15.

Meðalhiti mánaðarins var -0,3 stig. (mars 2019: 0,0 stig,)

Meðalhiti við jörð var -3,63 stig. (í mars 2019: -3,22 stig.)

Alhvít jörð var í 28 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist 48 cm þann 19.

Sjóveður. Mjög rysjótt, en sæmilegt dagana þá dálítill sjór, 2, 4, 21, 22, 25, 26, 27. Annars mjög slæmt í sjóinn, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór eða stórsjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Austan kaldi eða stinningskaldi, úrkomulaust, hiti +2 til +3 stig.

2-3: Suðaustan eða Austan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust þ.2. enn slydda þ.3. hiti -1 til +2 stig.

4: Sunnan eða suðlæg vindátt gola, kul, úrkomulaust, hiti -4 til +2 stig.

5-6: Norðan og NA: allhvasst, stinningskaldi, kaldi, síðan gola, snjókoma, en úrkomulaust þ.6. hiti 0 til -5 stig.

7-8: Suðaustan kul í fyrstu, síðan ANA kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust þ. 7. En él þ. 8. Frost 0 til -6 stig.

9-14: Norðaustan og ANA, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri 10 og 11. Snjóél, eða snjókoma, skafrenningur, hiti frá +2 niðurí -5 stig.

15: Sunnan eða SSV allhvasst, stinningskaldi, kul, snjókoma skafrenningur frost -1 til 8 stig.

16-18: Norðaustan stormur, hvassviðri, allhvasst, snjókoma, hiti frá +0,5 niðurí -4 stig.

19- 23: Suðlægar vindáttir, SV, S, SA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, enn hvassviðri, stormur og rok þann 20. Úrkomulaust þ.19. Annars, rigning, slydda, snjókoma, hiti frá -7 til +6,5 stig.

24: Norðnorðaustan stinningsgola, síðan sunnan kul, snjókoma, hiti frá -2 til +1 stig.

25: Breytileg vindátt, VSV, S, A, gola eða kul, lítilsáttar snjókoma um kvöldið, hiti frá -2 til +2 stig.

26-27: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, en NV frá hádegi þ. 27. kaldi, gola, kul, snjóél, skafrenningur, hiti frá +0 niðurí -5 stig.

28-31: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, enn hvassviðri 28 og 29, og stormur hluta úr dögum 30 og 31. Skafrenning síðan skúrir eða rigning, hiti -6 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
Vefumsjón