Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. apríl 2024 Prenta

Veðrið í Mars 2024.

Mikið var um snjókomu eða él í mánuðinum.
Mikið var um snjókomu eða él í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 80,5 mm. (í mars 2023: 25,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 8: +9,5 stig.

Mest frost mældist þann 2: -7,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. (í mars 2023: -2,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,97 stig.  (í mars 2023. -5,7 stig.)

Alhvít jörð var í 25 daga.

Flekkótt jörð var í 6 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 23: 46.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Úrkomusamt var frá miðjum mánuði.

Það snjóaði talsvert þann 15 í hægviðri og fram á 16.

Þann 17 og 18 var allhvasst, hvassviðri eða stormur með talsverðri snjókomu, fram á morgun þann 19.

Þann 20 um kvöldið gekk í allhvassa NA eða ANA átt með snjókomu. Þann 21 var slydda og síðan snjókoma og hvassviðri og síðan stormur um tíma. Þann 22 var allhvöss norðanátt með snjókomu. Veðrið gekk síðan niður þann 23. Síðan voru él og skafrenningur út mánuðinn.

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Snjókoma og dimmviðri.Litla-Ávík.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Söngur.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
Vefumsjón