Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. desember 2014 Prenta

Veðrið í Nóvember 2014.

Selur var oft í mánuðinum í góða veðrinu í Ávíkinni,stundum voru þeir tveir.
Selur var oft í mánuðinum í góða veðrinu í Ávíkinni,stundum voru þeir tveir.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með norðaustan hvassviðri og stormi,rigningu eða slyddu. Síðan var vindur hægari og veður fór kólnandi og var nokkurt frost frá áttunda til ellefta. Þann tólfta gerði norðaustan hvassviðri eða austan enn og aftur,og fór veður þá hlýnandi,síðan voru austlægar eða suðlægar vindáttir með hægviðri oftast,og mjög hlýju veðri frá 18.og fram til 24.,en þá fór heldur að kólna,en suðlægar vindáttir áfram. Þann þrítugasta gekk í SV hvassviðri og storm fyrir miðnætti.

Mánuðurinn verður að teljast mjög hlýr í heild,og úrkomulítill.

Dálítið tjón varð þegar flotbryggja sleit sig lausa í smábátahöfninni á Norðurfirði í NA óveðrinu þann 2.nóvember.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3:Norðaustan allhvass,hvassviðri eða stormur,síðan hægari þ.3.,kaldi,gola,rigning,súld,slydda,hiti 2 til 6 stig.

4-5:Austlægar eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri þ.4.rigning þ.5.,hiti frá -2 til +4 stig.

6-9:Norðaustan,stinningsgola,kaldi,en hvassviðri þ.7.síðan stinningskaldi,slydda,snjókoma,él,hiti +7 niður í -3 stig.

10-11:Austlæg eða breytileg vindátt,andvari eða kul,þurrt í veðri þ.10,smá rigning um kvöldið þ.11.hiti frá -5 upp í +5 stig.

12-14:Norðaustan og A,hvassviðri,allhvasst,stinningskaldi,rigning,súld,hiti frá +2 til +8 stig.

15-17:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,lítilsáttar rigning þ.15.annars þurrt,hiti +1 til +7 stig.

18-29:Suðaustan,eða suðlægar vindáttir,kul gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,þurrt í veðri 18-21-22-23 og 27,annars skúrir,rigning,slydda,hiti frá -1 stigi til +11 stig.

30:Sunnan stinningsgola í fyrstu,síðan A,stinningskaldi,en seint um kvöldið gekk í SV storm,rigning eða skúrir,hiti +2 til +5 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 54,6 mm. (í nóvember 2013: 58,9 mm.)

Þurrir dagar voru 9.

Mestur hiti mældist þann 20: +11,0 stig.

Mest frost mældist þann  10: -4,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 4,1 stig.

Meðalhiti við jörð var +0,85 stig.  (í nóvember 2013: -1,99 stig.)

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 26 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 9,10 og 11: 2 cm.

Sjóveður:Oft slæmt sjóveður eða mjög rysjótt fyrri hluta mánaðar,en mjög gott seinni hlutann.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Helga veislustjóri og barnabarn Maddýar tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
Vefumsjón