Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. nóvember 2019 Prenta

Veðrið í Október 2019.

Fallegt veður var 26 og 27. Dagana eftir norðan hretið.
Fallegt veður var 26 og 27. Dagana eftir norðan hretið.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðaustlægar vindáttir voru fyrstu 3 daga mánaðar, en síðan varð vindur auslægari og suðlægari, úrkomulaust var fyrstu 4 daga mánaðarins. Frá 7 og fram til 18 voru norðaustlægar eða austlægar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Síðan voru suðlægar vindáttir í tvo daga. Þann 21 gekk í ákveðna norðanátt með hvassviðri, fyrst með rigningu og síðan slyddu og éljum, norðanáttin gekk niður þann 25. 26 og 27 var hægviðri með léttskýjuðu eða heiðskíru veðri. 28 til 31 var suðvestanátt, með smá úrkomu þann 29. Og hlýnaði aðeins í veðri. Úrkomulítið var í mánuðinum, enda voru þurrir dagar 15. (sjá mæligögn.)

Mæligögn:

Úrkoman mældist 45,4 mm. (í október 2018: 87,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 15.

Mestur hiti mældist þann 6: +12,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 23: -4,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,3 stig. (í október 2018: +3,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,26 stig. (í október 2018: +0,42 stig.

Alhvít jörð var i 5 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 23 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 25. 8 cm.

Sjóveður. Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum. Talsverður sjór, allmikill sjór eða mikill sjór var dagana 8,9,10,11,12, 16,21,22,23,24,25. Annars sjólítið eða dálítill sjór, gott eða sæmilegt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Norðaustlægar vindáttir, NA, N, ANA, kul eða gola, úrkomulaust, hiti +1 til +9 stig.

4-6: Suðlægar vindáttir, SA, ASA, úrkomulaust þ.4 og 6. en rigning þ.5. hiti +4 til +12 stig.

7-18: Norðaustan eða ANA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, súld, rigning, skúrir, úrkomulaust 12, 13 og 14. Hiti +1 til +10 stig.

19-20: Suðvestan eða S, gola eða stinningsgola, úrkomulaust þ.19. en rigning þ.20. Hiti -1 til +7 stig.

21-25: Norðan eða NNA, hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, rigning, slydda, él, hiti +4 og niður í -4 stig.

26-27: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, S, SA, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti frá -4 til +3 stig.

28-31: Suðvestan, S, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, rigning þ. 29. annars úrkomulaust, hiti 0 til +8 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
Vefumsjón