Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. október 2013 Prenta

Veðrið í September 2013.

Örkin (634m) alhvít að morgni 28.
Örkin (634m) alhvít að morgni 28.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrsta dag mánaðar var Norðlæg vindátt með úrkomu,síðan gekk í Suðlægar vindáttir fram til 14.,með skúrum eða rigningu. Suðvestan hvassviðri var þann 8. Þann 15.,gekk í Norðanátt og með hvassviðri með slydduéljum eða slyddu fram til 18. Síðan hafáttir eða breytilegar og mest hægviðri fram til 27,.en nokkur úrkoma. Suðlægar vindáttir voru síðan,en síðasta dag mánaðar voru hafáttir.

Alhvít fjöll voru að morgni 28.,og einnig flekkótt jörð á láglendi og víða alhvítt í sjó fram. Úrkomusamt var í mánuðinum. Berjaspretta er talin góð af krækiberum,en lélegri af bláberjum. Fallþungi dilka er í meðallagi,en um kílói minni en í fyrra,sem var metár þrátt fyrir mikla þurrka.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1:Norðlæg vindátt eða auslæg,kul eða gola,súld eða rigning,hiti 5 til 7 stig.

2-14:Mest Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola en oft kaldi og upp í allhvassan vind,hvassviðri þ.8.,þurrt í veðri 4. og 5.,annars skúrir eða rigning,hiti 2 til 15 stig.

15-17:Norðan allhvasst,hvassviðri,skúrir eða él,slydda,hiti 2 til 6 stig.

18:Norðvestan eða N gola,rigning  eða slydda,hiti 3 til 5 stig.

19-27:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola og upp í stinningsgolu,súld,rigning,slydda,hiti 8 stig og niðri 1 stig.

28-29:Suðlægar vindáttir,kul,gola,stinningsgola,rigning,hiti frá -1 stigi og uppi +8 stig.

30:Norðaustan eða Norðan gola,aðeins súldarvottur um kvöldið,hiti 3 til 4 stig.

 

Mæligögn:

Úrkoman mældist 107,7 mm. (í september 2012: 128,9 mm.)

Þurrir dagar voru 2.

Mestur hiti mældist þann 9. +14,5 stig.

Mest frost mældist þann 28. -0,8 stig.

Meðalhiti við jörð var + 3,42 stig. (í september 2012: + 3,21 stig.)
Meðalhiti var: +6,1 stig.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist: Mældist ekki aðeins flekkótt.

Sjóveður: Slæmt sjóveður var 8. og 11. vegna hvassrar suðvestanáttar. Og í Norðanáhlaupinu 15. til 18. Þá var mikill sjór eða stórsjór. Annars sæmilegt sjóveður að mestu.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
Vefumsjón