Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. október 2019 Prenta

Veðrið í September 2019.

Úrhellisrigning var þ.14. og varð að reka féið úr Melarétt í fjárhús til að draga í dilka.
Úrhellisrigning var þ.14. og varð að reka féið úr Melarétt í fjárhús til að draga í dilka.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fimm daga mánaðarins voru hægar norðlægar eða breytilegar vindáttir, lítilsáttar úrkoma, fremur svalt. Loks þann 6 snerist í ákveðnar suðlægar vindáttir, ( sem lítið var um í sumar, síðast seint í júní.) Það hlýnaði í veðri í þessum suðlægu vindáttum fram til 8.Talsverð úrkoma var þann 7. Síðan fór í norðlæga vindátt aftur þann 9 og voru norðlægar vindáttir fram til 12 með vætu. Þann 13 var skammvinn sunnanátt með skúrum. Þann 14 var norðaustan og síðan norðan með úrhellisrigningu. Úrkoman mældist 21,7 mm eftir daginn. En þann 15 var skammvinn suðlæg átt. 16 til 22 voru norðlægar vindáttir með vætu, en mikil rigning 19 og 20. Úrkoman mældist þessa tvo sólarhringa 75,1 mm. Frá 23 og til 25 voru breytilegar eða suðlægar vindáttir og hægviðri með úrkomulitlu veðri, en hlýju hitinn fór í 17,1 stig þann 24. Síðan voru hafáttir út mánuðinn með súld og kaldara veðri. Mánuðurinn verður að teljast hlýr í heild, en úrkomusamur á köflum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 148,6 mm. (í september2018: 54,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 24: +17,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 15: 0,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,1 stig. (í september 2018: +5,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,07 stig. (í september 2018: +3,07 stig.)

Sjóveður. Gott eða sæmilegt, sjólítið eða dálítill sjór. En nokkuð slæmt, talsverður eð allmikill sjór, dagana 3, 9, 10, 11, 14, 20 og 27.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-5: Norðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, eða gola, úrkomu vottur þ.1. og smávegis súld þ.5. annars þurrt í veðri, hiti +2 til +10 stig.

6-8: Suðlæg vindátt, S, SA, SSV, andvari, gola, kaldi, stinningskaldi, úrkomulaust þ.6 og 8. annars rigning, hiti +6 til +16 stig.

9-12: Norðan NA, gola, stinningsgola, kaldi, súld eða rigning, hiti +5 til +9 stig.

13: Sunnan eða SSV, stinningsgola, kaldi, skúrir, hiti +5 til +10 stig.

14: Norðaustan, N, stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, mikil rigning, úrhelli, hiti +2 til +7 stig.

15: Sunnan, SSA, kul, gola, stinningsgola, slydda. Hiti 0 til +8 stig.

16-22: Norðlægar vindáttir, NA, NV, kaldi, gola, kul, súld, rigning, hiti +4 til +9 stig.

23-25: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, stinningsgola, þoka, súld, úrkomulaust þ. 25. Hiti +7 til +17 stig.

26-30: Norðlægar vindáttir, N. NA. stinningsgola, kaldi, síðan gola, súld, þurrt þ. 29. úrkomuvottur þ. 30. Hiti +1 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón