Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2021 Prenta

Veðrið í September 2021.

Flekkótt fjöll.
Flekkótt fjöll.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum eða suðlægum, með skúrum eða rigningu, oft strekkingur, hlýtt í veðri. Þann 7 var skammvinn norðaustanátt með rigningu og súld, svalara veður. Frá 8 til 10 var suðvestanátt og hlýrra í veðri. Þá var frá 11 til 12 norðaustan og austanátt með rigningu og talsvert svalara veðri. Frá 13 til 19 voru suðlægar vindáttir oft nokkuð vindasamt og úrkoma alla dagana og hlýrra í veðri aftur. Frá 20 til 21 var norðan hvassviðri með rigningu eða slyddu. 22 og 23 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu.Frá 24 og til 30 var norðaustan og norðan, hvassviðri, stormur og rok var 26 til 28 með slyddu og snjókomu.

Vindur fór í kviðum í 34 m/s í rokinu þann 28 sem eru 12 vindstig gömul.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 188,6 mm. (í september 2020) : 146,1 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 2: +17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22 og 28. +0,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +7,9 stig. (í september 2020: +5,9 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,37 stig. (í september 2020: +3,08 stig.)

Sjóveður: Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum. Sæmilegt var í sjóinn þó, dagana 9, 10, 11, 16, 17, 18, 19. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars var slæmt eða bara ekkert sjóveður, vegna vinds eða mikilla ölduhæðar, það er dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór, hafrót.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt mældist ekki á mælingatíma. (alhvítt varð um tíma þ.28 en var aðeins rétt flekkótt þ.29 á mælingartíma klukkan 09:00.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-6: Suðvestan, S, SA, gola, stinningsgola, allhvasst, rigning, skúrir, hiti +8 til +17 stig.

7: Norðaustan, A, kaldi, stinningskaldi, kul, rigning og súld, hiti +7 til +9 stig.

8-10: Suðvestan stinningsgola, stinningskaldi, lítilsháttar skúrir þ.8. Annars úrkomulaust, úrkomu varð vart þ.8. Hiti +6 til +13,5 stig.

11-12: Breytileg vindátt, síðan NA og ANA andvari, kul, stinningsgola, kaldi, rigning, hiti +5 til +10 stig.

13-19: Suðvestan S. SA, hvassviðri þ.15, annars allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola,kul. Rigning eða skúrir, hiti +5 til +15 stig.

20-21:Norðaustan,ANA stinningsgola, stinningskaldi, hvassviðri þ.21.rigning, slydda, hiti +1 til +9 stig.

22-23: Suðvestan, S, SA, kul, kaldi, stinningskaldi, rigning, skúrir, hiti +1 til +7 stig.

24-30: Norðaustan, ANA, N, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, stormur, rok, stinningsgola, kul. Skúrir, rigning, slydda, snjókoma. Úrkomulaust þ. 30. Hiti +1 til +7 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
Vefumsjón