Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2009.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mest voru norðlægar áttir ríkjandi í mánuðinum hægur vindur framanaf en oftast kaldi síðari hluta mánaðar,en sæmilegur hiti oftast nema síðusu dagana og í kuldakastinu 20 til 21 ágúst og þá gránaði í fjöll.
Mánuðurinn var talsvert úrkomusamur fyrstu vikuna,síðan úrkomulítið fram undir 19,þá nokkuð úrkomusamt aftur út mánuðinn.
Hafíshrafl sást í mánuðinum.
Yfirlit dagar vikur.
1-4:Norðan eða NV kul gola eða stinningsgola,rigning eða súld,hiti 6 til 10 stig.
5:Norðaustan stinningskaldi,norðlægur um kvöldið með stinningsgolu,rigning og súld,hiti 9 til 11 stig.
6-9:Breytilegar vindáttir kul eða gola,súld síðan smá skúrir,hiti 10 til 17 stig.
10-18:Norðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,lítils háttar súld eða skúrir með köflum,hiti 7 til 13 stig.
19:Norðaustan og A,kaldi uppí alhvassan vind rigning,hiti 8 til 10 stig.
20-21: Norðan allhvass síðan NV allhvass og vindur gekk niður um hádegi,talsverð rigning,hiti 3 til 10 stig.
22:Breytileg vindátt gola eða stinningsgola,skúrir,hiti 6 til 14 stig.
23-31:Norðlægar vindáttir gola,stinningsgola en stinningskaldi 28 og 29,síðan kaldi út mánuðinn,rigning eða þokusúld,hiti 5 til 12 stig.
Úrkoman mældist:131,1 mm (í ágúst 2008:52,4 mm).
Þurrir dagar voru 3.
Mestur hiti mældist 17,0 stig þann 7.
Minnstur hiti mældist 3,1 stig þann 21.
Meðalhiti mánaðarins var: +8,8 stig.
Meðalhiti við jörð var:+6,89 stig (í ágúst 2008:+5,59 stig)
Sjóveður:Var ágætt nema þann 5 og nokkuð rysjótt frá 19 og út mánuðinn.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.