Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. september 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Ágúst 2011.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum.
Veðrið í Ágúst 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og þurru veðri fyrsta dag mánaðar, aðfaranótt  3 var engu líkara en allar flóðgáttir himins hafi opnast,og síðan var úrkoma fram á áttunda.Þann níunda létti til með breytilegum vindáttum og þurru veðri fram til 13,eftir það var Norðan með mikilli rigningu eða súld fram á 16.Frá 17 voru breytilegar vindáttir og hægviðri,síðan NA stinningsgola.Loks þann 27,snérist til suðlægra vindátta með hlýindum út mánuðinn.

Úrkomusamt var í mánuðinum,en aðalúrkoman mældist aðeins á þrem sólarhringum eða 109,4 mm af heildarúrkomu mánaðarins sem var 138,6 mm.

Fyrrislætti lauk loks hjá bændum í Árneshreppi um 12 eða 13 ágúst.Einhver seinnisláttur var seinna í mánuðinum hjá nokkrum bændum.Heyföng urðu sæmileg fyrir rest.

Berjaspretta er talin mjög léleg.


Yfirlit dagar eða vikur.

1-2:Norðaustan eða Austan,stinningsgola eða kaldi,rigning þ.2 þurrt þ.1 hiti 9 til 11 stig.

3-8:Norðan og NV gola og stinningsgola,úrfelli aðfaranótt þ.3, rigning,súld og þokuloft,hiti 5 til 10 stig.

9-12:Breytilegar vindáttir andvari,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 3 til 13 stig.

13-16:Norðan eða NV kaldi, oft mikil rigning, súld, hiti 5 til 9 stig.

17-23:Breytilegar vindáttir eða hafáttir andvari,kul eða gola,þurrt 17 og 21,annars rigning eða súld,hiti 4 til 11 stig.

24-26:Norðaustan stinningsgola eða kaldi síðan gola þ.26, súld þ.25,annars þurrt,hiti 5 til 9 stig.

27-31:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola,en stinningskaldi þ.28,rigning eða skúrir,þurrt þ.29,hiti 5 til 17 stig.

 

Úrkoman mældist  138,6 mm.(í ágúst 2010: 88,3 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 30: 17,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 10: 2,8 stig.
Meðalhiti var: +8,2 stig.

Meðalhiti við jörð var +6,16 stig. (í ágúst 2010: +7,7 stig.)

Sjóveður:Leiðinlegt sjóveður 1 til 6 og slæmt 14,15 og 16,síðan sæmilegasta sjóveður og afmuna gott síðustu daga mánaðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Krossnes-20-10-2001.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
Vefumsjón