Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. janúar 2009 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2008.

Gjögurviti,
Gjögurviti,

Veðrið í Desember 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mest voru suðlægar vindáttir í mánuðinum,oft hvassviðri eða stormur aðallega fyrir og um jólin,þannig að flugsamgöngur á Vestfjörðum fóru víða úr skorðum.Samt komu nokkrir hægviðrisdagar fyrr í mánuðinum.

Nokkra spilliblota gerði,það er að hlýnaði snöggt en kólnaði og frysti strax aftur og gerði oft gífurlega hálku á vegum fyrir ökutæki og eins fyrir gangandi vegfarendur.

 

Vindur náði í kviðum 36 m/s (eða 12 vindstigum gömlum) þann 23 á þorláksmessu um hádegi nokkrum sinnum.Og einnig aðfaranótt aðfangadags á milli 02:00 og til 04:00 og náði vindur þá 37 til 38 m/s.Og svo einnig oft á Jóladag 25,þá í 36 m/s.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Norðan stinningskaldi síðan kaldi,snjóél,frost 0 til 4 stig.

2-3:Suðaustan eða A,þurrt í veðri,frost frá -6 stigum uppí +1 stigs hita.

4:Norðan og NA,allhvass síðan stinningsgola,slydduél,hiti 0 til 2 stig.

5-7:Suðlægar vindáttir mest SV,kul í fyrstu,síðan kaldi og stinningskaldi,snjóél,svo skúrir,hiti frá 5 stiga hita niðrí 3 stiga frost.

8:Vestan kul síðan stinningskaldi,snjókoma um morguninn,skafrenningur,frost 1 til 4 stig.

9:Austan gola,úrkomulaust,hiti 0 neðri 1 stigs frost.

10:Suðvestan gola,síðan SA,gola með rigningu enn hvassviðri seint um kvöldið,hiti 3 til 8 stig.

11:Suðvestan hvassviðri fram á hádegi með snjóéljum,síðan SA stinningsgola en allhvass um kvöldið,hiti frá 10 stigum neðri 1 stig.

12-14:Suðlægar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti í fyrstu frá 1 stigi niðri 5 stiga frost.

15:Austan kaldi í fyrstu síðan SA andvari með snjókomu,hiti -1,4 til +2 stig.

16-19:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,stinningskaldi þ,16,annars yfirleitt gola,él,hiti -5 til +2 stig.

20-22:Norðaustan og Austan stinningsgola,kaldi,enn allhvass þann 22 um kvöldið,snjóél,snjókoma síðan rigning,hiti - 2 stig til +4 stig.

23-26:Suðvestan hvassviðri eða stormur,en allhvass og síðan gola á annan í jólum,skúrir eða él,hiti +10 stig niðrí -1 stig.

27-29:Sunnan og síðan SV allhvass eða hvassviðri þann 27 annars stinningskaldi smá skúrir,hiti 0 stigum uppí 9 stig.

30-31:Norðan og NA kaldi þann 30 frostrigning síðan él,gola síðan andvari og logn á Gamlárskvöld,lítilsháttar snjókoma um kvöldið,hiti +2 stig niðrí - 4 stig.

 

Úrkoman mældist: 78,6 mm.(í desember 2007 :116,0 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 11= +10,1 stig.

Mest frost var þann 2 = - 6.2 stig.

Jörð alhvít í 15 daga.

Jörð flekkótt í 11 daga.

Auð jörð því í 5 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 21 og 22.=15 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,1 stig.

Meðalhiti við jörð -2.30 stig (í desember 2007:-2,16 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón