Yfirlit yfir veðrið í Desember 2011.
Veðrið í Desember 2011.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Hafáttir voru mest ríkjandi frá byrjun mánaðar með talsverðu frosti fram til sjötta,en síðan voru umhleypingar suðlægar áttir eða hafáttir,oftast með talsverðu frosti. Spilliblota gerði í mánuðinum 11. til 14. og gerði þá mikla hálku.
Mjög hált var á vegum í mánuðinum. Talsverður snjór var komin á jörð seinnihluta mánaðar,og er mikill hluti þessa snjós sem hefur skafið niðri byggð í SV skafrenningi. Mánuðurinn var mjög kaldur í heild. Mjög mikil haglél voru í um rúman hálftíma um miðjan dag með miklum kviðum í ANA átt,fimmtudaginn 8. desember,sem yfirleitt er lítið um á þessum slóðum,höglin hafa verið í um 6 mm til 1 cm í þvermál.
Yfirlit dagar eða vikur:
1:Breytilegar vindáttir andvari kul eða gola,snjókoma um morguninn,frost -3 til -7 stig.
2-6:Austan og NA,kul,gola,stinningsgola eða kaldi en stinningskaldi þ.4, snjókoma eða él,frost -0 til -7 stig.
7:Sunnan eða SV,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri,frost frá -3 til -8 stig.
8-15:Austlægar eða norðlægar vindáttir,mest kaldi,stinningskaldi og uppí allhvassan vind,þurrt dagana 10 og 11,smá skúrir þann 12,annars él eða snjókoma,hiti frá +4 niðri -8 stig.
16-20:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,gola,en oftast kaldi en allhvass þ.20.16 og þurrt í veðri þ.17, annars lítilsáttar snjókoma,rigning eða él,hiti frá -7 stigum uppí +5 stiga hita.
21:Austlæg vindátt,andvari eða gola,snjókoma seinni hluta dags,hiti frá +1 til -3 stig.
22-23:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,snjókoma og skafrenningur,hiti -4 til +1 stig.
24:Austan og síðan NV,snjókoma og síðan él,hiti 0 til -3 stig.
25-27:Suðvestann eða S,gola,stinningsgola eða kaldi,snjókoma eða él,skafrenningur,þurrt þ.27.hiti frá +0,5 niðri -7,5 stig.
28-29:Austlæg vindátt,andvari en mest gola,þurrt þann.28, en snjókomuvottur þ.29,hiti +1 stigi niðri -3 stig.
30-31:Sunnan eða SA kul,gola eða stinningsgola,snjókoma,slydda,NA og snjókoma um miðnætti gamlárskvölds,hiti +4 til -3 stig.
Úrkoman mældist: 68,3 mm. (í desember 2010:62,3 mm.)
Þurrir dagar voru 8.
Mestur hiti mældist þann 19:+5,0 stig.
Mest frost mældist þann 9: -7,8 stig.
Alhvít jörð var í 29 daga.
Flekkótt jörð var í 2 daga.
Auð jörð því í 0 dag.
Mesta snjódýpt mældist 45 cm þann 27.
Meðalhiti var: -1,6 stig.
Meðalhiti við jörð var -5,26 stig. (í desember 2010:-2,82 stig.)
Sjóveður: Rysjótt sjóveður í mánuðinum. En mjög slæmt dagana 13 og 14.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.