Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. febrúar 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2011.

Ávíkuráin ruddi sig í leysingunum 22/01 með jakaburði.
Ávíkuráin ruddi sig í leysingunum 22/01 með jakaburði.
1 af 2
Veðrið í Janúar 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var með breytilegum vindáttum fyrstu tvo dagana,síðan var Norðan og Norðaustanáttir með frosti og ofankomu fram til 18,enn þann 19 gerði suðlægar vindáttir með hláku og miklum leysingum,og snjó tók hratt upp,fram til 30.Mánuðurinn endaði síðan með allhvassri austanátt með snjókomu og kólnandi veðri.

Þann 6 og 7 gerði Norðaustan og Norðan hvassviðri og eða storm með ofankomu og miklu frosti.

Annars var oft allhvasst eða hvassviðri í mánuðinum.

Oft varð röskun á flugi til Gjögurs vegna veðurs í mánuðinum.

 
Dagar eða vikur.

1-2:Suðlægar eða breytilegar vindáttir kul,stinningsgola,þurrt þ.1 smá rigning þ.2 hiti frá -6 stigum uppí +8 stig.

3-4:Norðan og NV kul,stinningsgola,allhvass,snjókomuvottur þ.3,annars þurrt,hiti frá +3 stigum niðrí -3 stig,kólnandi.

5:Breytileg vindátt,snerist í NA stinningskalda seinnipartinn með snjómuggu um tíma,frost -0 til -7 stig.

6-7:Norðan hvassviðri eða stormur með éljum eða snjókomu,frost -3 til -12 stig.

8-17:Norðaustan kaldi en oftast allhvass,en hvassviðri þ.13,él,snjókoma eða slydda,hiti frá -7 stigum uppí +3 stig.

18:Breytileg vindátt kul eða gola,él,frost -1 til -5 stig.

19-30:Mest Suðvestan eða suðlægar vindáttir,stinningsgola og uppí allhvassan vind og jafnvel hvassviðri með köflum,él,skúrir eða rigning,hiti frá +10 stigum niðrí -1 stig frost.

31:Breytileg vindátt í fyrstu,gekk síðan í ANA allhvassan vind með snjókomu,hiti +1 stigi niðrí -1 stig.

 

Úrkoman mældist  83,2 mm.(í janúar 2010:26,4 mm.)

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist dagana 22 og 23:9,5 stig báða dagana.

Mest frost mældist þann 7:12,1 stig.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga

Auð jörð því í  10 daga.

Mesta snjódýpt mældist 31 cm þann 18.
Meðalhiti var: +1,1 stig.

Meðalhiti við jörð -1,90 stig.(í janúar 2010:-1,96 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt sjóveður í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Við Fell 15-03-2005.
  • Norðurfjörður I -2002.
Vefumsjón