Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. júlí 2011 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Júní 2011.

Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Það snjóaði síðast niðurundir byggð þann 15 júní.
Veðrið í Júní 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu daga mánaðar var vindur vestlægur,síðan Norðan og NA út mánuðinn,nema síðasta dag mánaðar,með úrkomu,slyddu snjóéljum rigningu og súld og þokulofti.Hiti komst í 10 til 11 stig dagana 3 og 4,annars mjög svalt.Snjó og slydduél voru dagana 8 og 15 og snjóaði þá niður undir byggð.Slydda var um tíma þann 10.Mánuðurinn endaði síðan á síðasta degi mánaðarins með austlægri vindátt og léttskýjuðu veðri með ágætis hita loks.Tún hafa síðustu daga mánaðar tekið við sér á ný og aðeins farin að spretta.Einnig er úthagi farin að lagast.Eins og sjá má á meðalhita við jörð var mánuðurinn mjög kaldur.

Það mætti halda að verið væri að lýsa september veðri enn ekki júní veðri.

Dagar eða vikur:

1:Norðvestan og N gola,súldarvottur og þokuloft,hiti 5 til 7 stig.

2-4:Suðvestan stinningsgola,kaldi en allhvass þ.4. skúrir þ.3,annars þurrt,hiti 4 til 11 stig.

5-6:Norðvestan eða N gola,kaldi síðan stinningsgola,rigning, þurrt þ. 6.Hiti 3 til 7 stig.

7-29:Norðan og NA ,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,snjó eða slydduél,slydda,súld eða rigning,oft þokuloft,hiti frá 0,2 stigum uppí 8 stig,enn oftast á milli 4 til 6 stig.

30:Austlæg vindátt, andvari eða kul og léttskýjuðu veðri hiti 3 til 11 stig.

Úrkoman mældist 57,3 mm. (í Júní 2010: 13,3 mm.)

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 30. 11,1 stig,og þann 4. 11,0 stig

Minnstur hiti mældist þann 7. 0,2 stig.
Meðalhiti var: +4,9 stig.

Meðalhiti við jörð var +3,37 stig. (í júní 2010: +5,76 stig.)

Sjóveður:Var nokkuð rysjótt enn margir góðir eða sæmilegir dagar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Húsið 29-10-08.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Frá Gjögri sést til Grænhóls-Víganes og Kjörvogs.
  • Jólaséría á Möggustaur-veðurhúsið-Reykjaneshyrna.
Vefumsjón