Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2008.
Veðrið í Nóvember 2008.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur eins og fyrri mánuður á undan,en sæmilega hlýtt fystu 9 daga mánaðar,síðan yfirleitt frost nema,16-18 og 19 var hlýtt.
Vindur náði 12 vindstigum eða 34 m/s að morgni þann 5 mánaðar.
Mikil ísing var fimmtudaginn 13.
Sauðfé var almennt komið á gjöf uppúr 20.
Yfirlit dagar vikur.
1:SV allhvass í fyrstu síðan kaldi,þurrt,hiti hiti 1 til 5 stig.
2:Breytileg vindátt hægviðri,gola,rigning,hiti 3 til 5 stig.
3-5:Suðlægar vindáttir allhvass þann 3 og hvassviðri fram á hádegi þann 5,annars kaldi,rigning,skúrir eða slydduél,hiti 2 til 10 stig.
6-8:Breytileg vindátt,kul,andvari eða logn,þurrt þann 6 annars smá rigning,hiti 2 til 6 stig.
9-11:NA og N allhvass þann 9 annars stinníngskaldi eða kaldi,súld þann 9 síðan snjókoma eða él,hiti frá 6 stigum niðrí 2 stiga frost.
12:Suðlæg vindátt,gola,úrkomulaust,frost 1 til 5 stig.
13:NA kaldi eða stinníngskaldi,él síðan frostrigning,hiti frá 2 stigum niðrí 2 stiga frost.
14:Breytileg vindátt kul eða gola,úrkomulaust,hitastig um frostmark.
15:SV stinníngskaldi um morgunin síðan NV og N hvassviðri um tíma frameftir degi,V gola um kvöldið,snjóél,hiti frá 2 stigum niðrí 5 stiga frost.
16:SV allhvass síðan rok um kvöldið og stormur fram á nótt,rigning,hiti 1 til 6 stig.
17:Mest NV kaldi síðan gola,él,frostúði,snjókoma,hiti frá 5 stigum niðrí 2 stiga frost.
18:Breytileg vindátt í fyrstu síðan SV allhvass ,snjókoma um morgunin,hlínar í veðri hiti frá 1 stigi uppí 8 stig.
19:Vestan stinníngskaldi síðan NA kaldi,snjóél,hiti frá 5 stigum niðrí 0 stig kólnar.
20-21:Vestan kaldi síðan gola,snjókoma um morgunin þann 20,frost 2 til 6 stig.
22-23:Austan gola í fyrstu með smá snjókomu síðan SV kaldi og NV allhvass með éljum,hiti frá 6 stigum niðrí 3 stiga frost.
24-25:Suðlæg vindátt,gola,stinníngsgola,síðan V lægur,hvassviðri um tíma þann 25 síðan gola um kvöldið,smá skúrir,hiti frá 7 stigum niðrí 2 stiga frost.
26:Vestan kul um morguninn síðan NA stinníngskaldi,snjókoma fram undir hádegið,og N allhvass um kvöldið með snjókomu,frost 3 til 5 stig.
27-29:Norðan stormur í fyrstu síðan,allhvass,eða stinníngslaldi,snjókoma síðan él,frost 0 til 9 stig.
30:V gola í fyrstu síðan SV stinníngskaldi og NV kaldi um kvöldið með snjókomu,frost 1 til 9 stig.
Úrkoman mældist:62,5 mm.(í nóvember 2007:78,5 mm.)
Úrkomulausir dagar voru 3.
Mestur hiti var þann 5: +10,5 stig.
Mest frost var þann 30: -8.8 stig.
Jörð alhvít í 15 daga.
Jörð flekkótt í 2 daga.
Auð jörð því í 13 daga.
Mesta snjódýpt mældist dagana 29 og 30 þá:12 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.
Meðalhiti við jörð var:-1,89 stig.(í nóvember 2007:-1,56 stig.)
Sjóveður:Mjög rysjótt í mánuðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.