Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. desember 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2010.

Sól á Krossnesfjalli,þokubakki til hafsins.22-11-2010.
Sól á Krossnesfjalli,þokubakki til hafsins.22-11-2010.
1 af 2
Veðrið í Nóvember 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild,þótt sæmilegt veður gerði á milli.

Þann 1 til 3 gerði Norðaustan og Norðan hvassviðri og storm með slyddu eða talsverðri snjókomu,og var þetta fyrsta stórviðrið sem af er vetri.

Annað hret gerði dagana 11 til 13 með allhvassri og hvassri Norðaustan og Norðanátt.

Nokkuð úrkomusamt var fram yfir miðjan mánuð,en mun minni úrkoma seinnihluta mánaðar.

Jörð á láglendi fyrst talin alhvít þann 2.

Mikil hálka var í mánuðinum sérlega á vegum og víðar eftir að frysti og þiðnaði á víxl í þessum umhleypingum. 

Yfirleitt var sauðfé komið á hús og fulla gjöf uppúr 20 þessa mánaðar.

 

Dagar eða vikur.

1-4:Norðaustan og Norðan og NV hvassviðri eða stormur,þann 3 fór veður að ganga niður,slydda eða snjókoma,hiti +4 og niðrí -4 stiga frost.

5-6:Norðaustan í fyrstu síðan SV,gola en kaldi eða stinningskaldi þ.6,þurrt í veðri hiti frá -2 stigum uppí +4 stig.

7-10:Norðaustan,stinningsgola eða kaldi og stinningskaldi,rigning,skúrir og síðan él,hiti frá +5 stigum niðrí -3 stig.

11-13:Norðaustan og síðan Norðan,allhvass og hvassviðri með snjókomu,hiti frá 0 stigum niðrí -4 stig.

14-16:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,þurrt í veðri 15 og 16,frost frá -6 stigum uppí +4 stiga hita.

17-18:Norðaustan stinningskaldi eða allhvass,en komin gola um kvöldið þ.18 slydda eða rigning,hiti 0 til +5 stig.

19-22:Breytilegar vindáttir eða logn,andvari eða kul,aðeins súld um morguninn þ.22,annars þurrt,hiti frá +5 stigum niðrí -2 stig.

23:Norðnorðaustan gola eða stinningsgola,súld um morguninn síðan smá él,hiti frá +3 stigum niðrí -1 stig.

24:Breytileg vindátt andvari eða kul,hiti +2 stig niðrí 2 stiga frost.

25-27:Norðlæg vindátt,kaldi í fyrstu,síðan stinningsgola eða gola,snjóél,en þurrt þ.26,hiti +1 stig niðrí 1 stigs frost.

28-30:Suðvestan og Vestan,stinningsgola kaldi eða stinningskaldi og allhvasst í kviðum,þurrt í veðri,frost frá -5 stigum uppí +7 stiga hita.

 

Úrkoman mældist 68,8 mm. (í nóvember 2009:111,6 mm).

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist þann 30:+7,1 stig.

Mest frost mældist þann 28:-5,0 stig.

Alhvít jörð var í 15 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist dagana 13-14 og 15:14 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: 1,1 stig.

Meðalhiti við jörð var -1,91 stig.(í nóvember 2009:-0,2 stig).

Sjóveður:Mjög slæmt dagana 1-2 og 3 og 11-12 og 13.Annars sæmilegt eða gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni Veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
  • Veggir feldir.
  • Litla-Ávík.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón