Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. október 2010 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í September 2010.

Fjöll voru fyrst flekkótt að morgni 18.september,enn voru orðin auð aftur þann 26.
Fjöll voru fyrst flekkótt að morgni 18.september,enn voru orðin auð aftur þann 26.
1 af 2
Veðrið í September 2010.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög hlýr fram til 13,og úrkomulítið.Síðan kólnaði talsvert fram til 23,en síðan hlýnaði aftur og var góður hiti út mánuðinn.

Fjöll voru fyrst flekkótt að morgni 18.september,en voru orðin alauð aftur þ.26 í seinni hlýindunum.

Mesti hiti  sem af er ári var 18,7 stig og mældist nú í september sem telst nokkuð óvanalegt,enda mánuðurinn með eindæmum hlýr.

Fé kom vænt af fjalli og var fallþungi dilka góður.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,þoka þ.1,og smá rigning þ.3,hiti 8 til 19 stig.

5:Sunnan kaldi,síðan kul um kvöldið,þurrt,hiti 10 til 17 stig.

6-12:Mest hafáttir,logn,andvari eða gola,rigning eða súld með köflum,þoka 6,og 8,hiti 8 til 17 stig.

13:Suðvestan eða Sunnan,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 6 til 11 stig,kólnandi veður.

14-16:Norðan allhvasst síðan stinningskaldi og stinningsgola,rigning eða súld,þurrt þ.16,hiti 5 til 8 stig.

17-21:Norðaustan gola eða stinningsgola,súld,rigning eða skúrir,þurrt þ.17,hiti 3 til 6 stig.

22:Breytileg vindátt,andvari eða kul,lítils háttar rigning,hiti 2 til 5 stig.

23-24:Suðlægar vindáttir eða breytilegar,andvari eða kul,þurrt,hiti 3 til 10 stig,hlýnandi veður.

25-30:Mest Suðaustan eða austlægar vindáttir,gola og uppí stinningskalda,rigning eða skúrir,hiti 6 til 16 stig.

 

Úrkoman mældist 43,6 mm.(í september 2009:57,8 mm.)

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 2:+18,7 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22:+1,8 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: 8,6 stig.

Meðalhiti við jörð var:+5,48 stig(í september 2009:+3,77 stig.)

Sjóveður:Sérlega fallegt og gott sjóveður fram til 7.Annars yfirleitt gott nema dagana 14-15-16 og 17.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
Vefumsjón