Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júlí 2008 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í júní 2008.

Reykjarfjörður-Djúpavík.21-06-2008.
Reykjarfjörður-Djúpavík.21-06-2008.

Veðrið í Júní 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var hægviðrasamur í heild,þokuloft var oft í mánuðinum.

Miklar hitasveiflur voru á hita yfir dagin og á nóttinni eða að morgni til.

Fjöll voru talin fyrst auð þann 25 en snjór í fjöllum aftur þann 28 og 29,enn aftur autt í fjöllum þann 30.

Bændur búnir að bera tilbúin áburð á tún að mestu í fyrstu viku mánaðar,og er það fyrr en undanfarin ár.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Breytilegar vindáttir,gola eða kul,þurrt í veðri,hiti 8 til 15 stig.

3-5:Norðvestan eða norðan,gola eða stinníngsgola,súld eða rigning,hiti 5 til 10 stig.

6-7:Suðaustan síðan breytilegar vindáttir,logn,kul eða gola,úrkomulítið,hiti 6 til 16 stig.

8-10:Mest norðan,gola eða stinníngsgola,þokuloft með súld eða rigningu,hiti 5 til 8 stig.

11-15:Hafáttir eða breytilegar vndáttir,kul eða gola,þokuloft með smá súld með köflum,hiti 4 til 14 stig.

16-17:Norðaustan stinníngskaldi eða allhvass síðan stinníngsgola þann 17,súld þann 16,hiti 5 til 8 stig.

18-27:Hafáttir eða breytilegar,kul eða gola,en hvessti upp af norðvestri um kvöldið 27,að mestu þurrt,hiti 4 til 12 stig.

28-30:Norðan allhvass,síðan stinníngskaldi og kaldi,rigning og súld,hiti 4 til 6 stig.

Úrkoman mældist:40,6 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 14.

Mestur hiti mældist 15,6 stig þann 6.

Minstur hiti mældist 2,0 stig að morgni 23.
Meðalhiti mánaðarins var: +7,3 stig.

Meðalhiti við jörð:+ 3,96 stig.(Í fyrra í júní var meðalhiti +5,09 stig)

Sjóveður:Mjög gott nema þann 16 og fram á 17 og 28 til 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Lokað þak inni.12-11-08.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
Vefumsjón