Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. apríl 2013 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í mars 2013.

Álftir við Hjallskerin í Ávíkinni 30-03-2013.
Álftir við Hjallskerin í Ávíkinni 30-03-2013.
Veðrið í Mars 2013.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með vestlægum eða norðlægum vindum með nokkrum hita,en kólnaði síðan snögglega. Um kvöldið þann 3. gekk í Norðan og síðan Norðaustan áhlaup með snjókomu og talsverðu frosti,þetta veður stóð í fjóra daga. Eftir það voru vestlægar eða suðlægar eða breytilegar vindáttir,oftast með hita yfir frostmarki. Frá 14. til 18. voru austlægar vindáttir með nokkru frosti. Norðaustan hvassviðri var þann 19.og 20.,með snjókomu eða éljum,lítið festi í byggð. Frá 22. til 31. var hægviðri með næstum úrkomulausu veðri.

Úrkoman var mjög lítil í mánuðinum. Mánuðurinn var með kaldara móti,oft talsvert frost á nóttinni en lofthiti yfir daginn.

Nokkuð var um rafmagnstruflanir og eða rafmagnsleysi í veðrinu fjórða til áttunda,aðallega vegna ísingar og seltu.

 

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2:Suðvestan og NV,stinningskaldi síðan stinningsgola,rigning,slydda eða él,hiti frá +8 stigum niðri -4 stig.

3:Norðan og NV,stinningskaldi og él,en komin Norðan stormur um kvöldið með snjókomu,frost frá -2 stigum niðri -8 stig.

4-8:Norðaustan eða Austan,stormur,hvassviðri,allhvasst,en kaldi eða stinningskaldi 7. og 8. snjókoma eða él,frost frá -10 stigum upp í +3 stig þ.8.

9:Austan eða SA,stinningsgola síðan kul,þurrt í veðri,hiti frá +3 stigum neðri -2 stig.

10-13:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningsgola,þurrt í veðri 10. og 11.annars lítiláttar rigning eða skúrir,hiti frá -2 stigum upp í +5 stig.

14-18:Austan og NA,kul,gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,él,þurrt þann 17,hiti frá +3 stigum niðri -7 stig.

19-21:Norðan og NA,hvassviðri eða allhvasst dagana 19 og 20,síðan stinningskaldi eða kaldi,snjókoma eða él,frost frá -4 stigum upp í +3 stig.

22-28:Mest austlægar eða breytilegar vindáttir,andvari,kul,gola,stinningsgola,úrkomuvottur,þ.22. og 26. annars þurrt,hiti frá +6 stigum niðri -3 stig.

29-30:Norðan og NA,stinningsgola síðan gola,slydda eð snjókoma þ.29. þurrt þ.30. hiti frá +5 stigum niðri -4 stig.

31: Logn eða breytileg vindátt með andvara,lítilsáttar slydda um miðjan dag,hiti frá -5 stigum uppi +3 stig.

 

Úrkoman mældist 24,3 mm. (í mars 2012:92,7 mm.)

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist +8,6 stig þann 1.

Mest frost mældist -9,5 stig þann 5.

Meðalhiti við jörð var -3,3 stig. (í mars 2012:-1,47 stig.)
Meðalhiti var: -0,3 stig.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 14 daga.

Auð jörð var því í 1 dag.

Mesta snjódýpt mældist 18 cm þann 7.

Sjóveður: Sjóveður var mjög rysjótt í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Ísrek í Ávíkinni
Vefumsjón