Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. febrúar 2009 Prenta

Aðsend grein Gunnars Gauks Magnússonar hjá VesturVerki ehf vegna Hvalárvirkjunar.

Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri hjá VesturVerki ehf.
Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri hjá VesturVerki ehf.
1 af 2
  Aðsend grein frá Gunnari Gauk Magnússyni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun.


Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði

Inngangur

Æðakerfi nútíma þjóðfélags eru samgöngur, raforkuflutningur og gagnaflutningur.  Hvar erum við Vestfirðingar staddir í þeim málum?  Við erum með allt niður um okkur í þeim efnum.  Hverjum það er að kenna, jú eingöngu okkur sjálfum, við virðumst ekki hvorki haft til forustu í atvinnulífi né annarstaðar í stjórnsýslunni nægjanlega sókndjarft fólk til að koma þessum málum í sambærilegt horf og þau eru í öðrum landsfjórðungum.

 

Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði væri styrking einnar æðar í æðakerfi nútímans sem við Vestfirðingar getum lagst á árar saman um að styrkja.  Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun raforkuöryggi styrkjast til mikilla muna þó að meira þurfi til að koma svo sem nýbygging og endurnýjanir háspennulína víðsvegar á Vestfjörðum.  Virkjun Hvalár er mikilvæg fyrir okkur Vestfirðinga vegna eftirfarandi þátta, til að tryggja öryggi og almannavarnir, vegna atvinnu og byggðarþróunar á Vestfjörðum.  Virkjun Hvalár er því eitt mikilvægasta framfaramál sem við stöndum frammi fyrir í dag.

 

Með virkjun Hvalár opnast miklir möguleikar í atvinnumálum sem við höfum ekki uppá að bjóða í dag.  Ekki í formi stóriðju en samt sem áður í opnum fyrirtækja sem nota töluverða orku.  Fyrirtækja sem væru mögulega með 20-100 manns í vinnu.  Það væri stóriðja á Vestfirskan mælikvarða. 

 

Við verðum að standa saman í þessum málum þ.e.a.s. gagnvar yfirvöldum og koma þeim skilaðboðum skýrt á framfæri við þau að við krefjumst tafalausrar úrlausna á raforkumálum, samgöngum og gagnaflutningum á Vestfjörðum til jafns við aðra landsmenn.  Ég hvet ykkur til þess að láta í ykkur heyra, nú er tækifærið þar sem það styttist í kosningar.

 

Hvalárvirkjun

VesturVerk ehf. hefur gert samning við landeigendur í Ófeigsfirði um leigu vatnsréttinda Hvalár og Rjúkanda.  Einnig hefur VesturVerk ehf. gert samning við landeigendur að Engjanesi í Eyvindarfirði um rannsóknar og nýtingar leyfi fyrir Eyvindarfjarðarveitu. Eigendur VesturVerks ehf. eru einnig landeigendur í Ófeigsfirði.

 

VesturVerk áformar að reisa og reka Hválárvirkjun. Virkjunin er í öðrum áfanga rammaáætlunar ríkisstjórnar um forgangsröðum virkjunarkosta á Íslandi. Orkustofnun fól Almennu Verkfræðistofunni að gera frumathugun á virkjun Hvalár og Rjúkanda með miðlun í Vatnalautavatni og inntakslóni í Efra Hvalárvatni.  Athugunin fól einnig í sér mögulega miðlun úr Eyvindarfjarðarvatni.  Forathugun OS og AV lauk haustið 2007 og var birt þá um haustið. 

Á sl. ári hefur VesturVerk efh. látið fara fram nánari athugun á orkugetu svæðisins með nánari vatnamælingum og vetfangsathugunum.  Í framhaldi þeirra athugunna hefur virkjunarkosturinn verið endurmetin í nóvember sl. og er niðurstaðan sem hér segir:

 

Virkjað rennsli:                                    14,0 m³/s

Afl virkjunar   :                                   35,0 MW*

Stærð Vatnalautavatns:                       85 Gl

Stærð inntakslóns:                               35 Gl

Stærð Neðra-Eyvindarfjarðavatns:     30 Gl

Orkugeta:                                            280 GWh/ár

* Uppsett afl gæti orðið hærra en það ræðst af því hvernig hún verður rekin.

 

Miðlanir Hvalárvirkjunar verða frá Vatnalautavatni 348 m.y.s. með Rjúkanda annarsvegar og hinsvegar frá Eyvindarfjarðarvatni 317 m.y.s. í gegnum 3,0 km miðlunargöng.

Miðað er við að veita vatninu í Efra Hvalárvatn sem yrði inntakslón virkjunarinnar í 315 m.y.s.  Þaðan yrði virkjað í einu þrepi niður í Ófeigsfjörð með 2,6 km löngum aðrennslisgöngum, að stöðvarhúsi sem staðsett yrði í Strandafjöllum og með 1,7 km löngum frárennslisgöngum með útrás rétt ofan Hvalárfoss.  Virkjað fall yrði frá 315 m.y.s. niður í 5 m.y.s.  Aðkomugöng að stöðvarhúsi verða um 1,6 km að lengd.

 

Til gamans má geta þess að Mjólkárvirkjun hefur verið að framleiða á milli 55 til 60 GWh/ári

 

Fjárfestar/Fjármögnun

HS Orka hefur sýnt áhuga á að kaupa sig inní VesturVerk ehf. og eru viðræður í gangi.  Gera má ráð-fyrir að niður stöður þeirra samning liggi fyrir um nk. mánaðarmót. Áætlað kostnaður vegna framkvæmdanna er á milli 12,0-14 milljarðar króna.  Fjármögnun er í gangi samhliða annarri undirbúningsvinnu.

 

Framkvæmdaráætlun

VesturVerk hefur gert framkvæmdaráætlun fyrir Hvalárvirkjun með fyrirvara um fjármögnun. Þar er gert ráð fyrir því að borun rannsóknarborhola í jarðganga og stíflustæði ásamt slóðagerð frá Hvalá uppá Ófeigsfjarðarheiði og undirbúningur matsáætlana hefjist nk. sumar þ.e.a.s. 2009.  Verkframkvæmdir hefjist sumarið 2011 og verklok veturinn 2013/2014

 

Aðalskipulag Árneshrepps

Benedikt Björnsson arkitekt hefur unnið aðalskipulag fyrir Árneshrepp.  Því er lokið og hefur skipulagið nú þegar verið sent til umsagnaraðila. Aðalskipulagið verður auglýst á næstu vikum. Í aðalskipulagi Árneshrepps er gert ráð fyrir Hvalárvirkjun með vísan í forathugun Orkustofnunar.

 

Vatnamælingar og aðrar rannsóknir

Hvalá í Ófeigsfirði hefur verið rennslismæld í um 30 til 35 ár af Vatnamælingum Íslands.  Lágrennslismælingar voru framkvæmdar af Vatnamælingum Íslands í september sl. að beiðni VesturVerks. Frumrannsóknir á náttúrufari á Ófeigsfjarðarheiði hafa verð gerðar. Jarðfræðingar bæði frá Orkustofnun og á vegum VesturVerks, hafa farið á Ófeigsfjarðarheiði til forrannsókna á berglögum.

 

Tenging við Landsnetið

VesturVerk hefur sent inn fyrirspurn til Landsnets um tengingu Hvalárvirkjunar við landsnetið. Í svari Landsnets kom fram að virkjunin verði tengd 66 KV streng við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði.  Einnig hefur verið ræddur sá möguleiki að tengja virkjunina til Ísafjarðar.  En það skal tekið fram að skv. lögum ber virkjun af þessari stærð að tengjast Landsnetinu og hefur VesturVerk ehf. ekkert með það að gera hvert og hvernig virkjunin verður tengd.  Landsnet fagnar því að Hvalá verði virkjuð sem mun auka verulega öryggi í orkuflutningum á Vestfjörðum.

Á aðalfundi Landsnets 2008, skýrsla forstjóra, 31.3.2008, leggur Landsnet eftirfarandi til "Ekki er lagt til að byggja nýja línu til Vestfjarða, en lagt er til að virkjað verði í fjórðungnum og vill Landsnet auðvelda það með kaupum á kerfisþjónustu".

Samfélagslegur kostnaður vegna straumleysis á Vestfjörðum hefur legið á bilinu 400 til 450 milljónir króna á ári m.v. fullt straumleysi forgangsnotkunar (Landsnet-07032).  

En forsenda þess að virkjun í Hvalá verði að veruleika er að landsnetið komi að verkefninu með öflugri hætti en að tengja virkjunina við landsnetið.

 

Rannsóknarleyfi:

Umsókn um rannsóknarleyfi var sendi til Iðnaðarráðherra í byrjun október 2008.  Eigendur VesturVerks ehf. hafa heimild til rannsókna skv. auðlindalögum sem landeigendur.  Því mun VestuVerk einungis þurfa tilkynna Orkustofnun um fyrirhugaðar rannsóknir.

 

 Ytri Veðrará 13. febrúar 09

 

VesturVerk ehf.

Gunnar Gaukur

Framkvæmdarstjóri

 

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
Vefumsjón