Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. mars 2004 Prenta

Árneshreppur komin í vegasamband.

Moksturstækin mætast.
Moksturstækin mætast.
Þá erum við hreppsbúar komnir í vegasamband við umheiminn enn eins og ég sagði var byrjaður mokstur í gær um miðjan dag og komst tækið sem mokar norðan megin inn fyrir Naustvík í gærkvöld og veghefillinn sunnanmegin komst seint í gærkvöld alla leið í Djúpavík enda lítið að moka þangað.Síðan var byrjað snemma í morgun og mættust tækin innarlega í Reikjarfirði við svonefnd Hrafnabjörg,um kl 1530 í dag enda var mesti moksturinn frá Naustvík og inn með Reykjarfirðinum enn nú eru vegagerðamenn að moka ruðningum útaf og laga til ruðninga.
Jón Hörður umdæmisstjóri vegagerðar á Hólmavík segir ekki verða hleypt annarri umferð enn jeppa nú í fyrstunni vegna þess það er sumstaðar runnið úr og stöku stöðum aurbleita.Ég var annað slagið í dag að fylgjast með mokstrinum og náði tel ég ágætismynd þegar moksturstækin mættust.

Athugasemdir

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón