Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. júní 2008 Prenta

Bændur bera á tilbúin áburð.

Áburður borin á tún.
Áburður borin á tún.
1 af 2

 

Bændur hér í Árneshreppi hafa nú undanfarna daga verið að bera tilbúna áburðin á tún sín eftir mikla vinnu við að koma fé úr húsum og túnum og keyra á úthaga í góða veðrinu síðan seinnihluta maí mánaðar.

Ekta veður hefur nú verið til þessara verka því rigning hefur verið með köflum en stytt upp vel á milli svo gott hefur verið að bera áburðin á túnin.

Yfirleitt er þetta talið svona um viku fyrr en í fyrra sem borið er á og jafnvel 10 dögum fyrr hjá sumum.

 

Tilbúin áburður kom óhefðbunda leið til bænda í Árneshreppi í vor. 


Fyrsta skipti í sögunni kom ekki áburðarskip inn á Norðurfjörð að þessu sinni,heldur var silgt með áburðin til Hólmavíkur og honum keyrt þaðan norður í Árneshrepp nú í síðustu viku,bændur höfðu haft miklar áhyggjur af því hvort það tækist í tíma vegna mikilla þúngatakmarkana á vegum vegna aurbleytu nú í vor.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Ísrek í Ávíkinni
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Björn og Gunnsteinn.
Vefumsjón