Bændur bera á tilbúin áburð.
Bændur hér í Árneshreppi hafa nú undanfarna daga verið að bera tilbúna áburðin á tún sín eftir mikla vinnu við að koma fé úr húsum og túnum og keyra á úthaga í góða veðrinu síðan seinnihluta maí mánaðar.
Ekta veður hefur nú verið til þessara verka því rigning hefur verið með köflum en stytt upp vel á milli svo gott hefur verið að bera áburðin á túnin.
Yfirleitt er þetta talið svona um viku fyrr en í fyrra sem borið er á og jafnvel 10 dögum fyrr hjá sumum.
Tilbúin áburður kom óhefðbunda leið til bænda í Árneshreppi í vor.
Fyrsta skipti í sögunni kom ekki áburðarskip inn á Norðurfjörð að þessu sinni,heldur var silgt með áburðin til Hólmavíkur og honum keyrt þaðan norður í Árneshrepp nú í síðustu viku,bændur höfðu haft miklar áhyggjur af því hvort það tækist í tíma vegna mikilla þúngatakmarkana á vegum vegna aurbleytu nú í vor.