Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. mars 2010
Prenta
Björg sótti kjörgögn í Árneshrepp.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum var ekki opnaður í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslunu á laugardaginn. Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi var í staðinn beðin að sækja kjörgögn norður í Árneshrepp og koma þeim í hendurnar á lögreglunni á Hólmavík að loknum kjörfundi í Árnesi. Ekki var talið fært í Árneshrepp, en búið var að moka frá Árnesi til Djúpavíkur þannig að íbúar hreppsins komust á kjörstað. Fimm björgunarsveitarmenn á tveimum jeppum og með tvo vélsleða fóru frá Drangsnesi kl 16.00 og gekk ferðin sæmilega greiðlega.
Þetta kemur fram á www.strandir.is
Þetta kemur fram á www.strandir.is