Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. desember 2010
Prenta
Borgarisjakinn Jóli er horfinn.
Borgarísjakinn Jóli er nú horfinn,sást hvorki frá Reykjanesi hné Gjögurflugvelli eftir hádegið.
Það var mikil ferð á honum í gær og er hann sennilega komin langt inn í Húnaflóa.
Síðast sást til hans útaf Reykjanesströndinni í gær og var þá um 8 km austur af Hyrnunni.
Skip tilkynnti um jakann til Veðurstofu Íslands eftir miðnætti í nótt og var hann þá á stað 66°00.5N 020°54.7V.og rak hann í SA-átt á um það bil 0.5 sml á klukkustund.Og eru það síðustu upplýsingar um borgarísjakann Jóla.