Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. ágúst 2008
Prenta
Einar K. flúinn til Ráðstjórnarríkjanna
Þessi frétt bitrist á fréttavefnum www.bb.is og er skrifuð af fréttamanni með mikinn húmor,og kemur fréttin orðrétt hér.
Mörgum dyggum sjálfstæðismanninum hefur kannski brugðið í brún á vafri sínu um óöldur veraldarvefsins í morgun, þegar á strandir hans eða hennar hefur rekið þá mynd er fylgir frétt þessari. Hér má nefnilega sjá „örlaga-sjallann" Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fimmta þingmann Norðvesturkjördæmis úr Bolungarvík sitja makindalega í farartæki sem augljóslega hæfir hvorki stétt hans né stöðu. Vera ráðherrans í þessum sovét-sósíalíska hryðjuverkavagni mun þó ekki til marks um liðhlaup hans til Ráðstjórnarríkjanna, enda munu þau víst liðin undir lok (eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum), heldur var ráðherrann staddur á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli á Sævangi á sunnudag og fann þar þetta óviðurkvæmilega farartæki. Gerði ráðherrann sér lítið fyrir, þjóðnýtti jeppann - eða „sölsaði undir sig", eins og það heitir í Heimdalli - og hvíldi lúin bein.
eirikur@bb.is
Mörgum dyggum sjálfstæðismanninum hefur kannski brugðið í brún á vafri sínu um óöldur veraldarvefsins í morgun, þegar á strandir hans eða hennar hefur rekið þá mynd er fylgir frétt þessari. Hér má nefnilega sjá „örlaga-sjallann" Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, fimmta þingmann Norðvesturkjördæmis úr Bolungarvík sitja makindalega í farartæki sem augljóslega hæfir hvorki stétt hans né stöðu. Vera ráðherrans í þessum sovét-sósíalíska hryðjuverkavagni mun þó ekki til marks um liðhlaup hans til Ráðstjórnarríkjanna, enda munu þau víst liðin undir lok (eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum), heldur var ráðherrann staddur á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli á Sævangi á sunnudag og fann þar þetta óviðurkvæmilega farartæki. Gerði ráðherrann sér lítið fyrir, þjóðnýtti jeppann - eða „sölsaði undir sig", eins og það heitir í Heimdalli - og hvíldi lúin bein.
eirikur@bb.is