Fleiri fréttir

| fimmtudagurinn 14. janúar 2010 Prenta

Elín Agla tekur við skólastjórn -- Mest íbúafjölgun á landinu í Árneshreppi!

Elín Agla og Jóhanna Engilráð, sem bráðum verður bara næstyngst í Árneshreppi.
Elín Agla og Jóhanna Engilráð, sem bráðum verður bara næstyngst í Árneshreppi.
1 af 3
Elín Agla Briem er nú tekin aftur við skólastjórn í Finnbogastaðaskóla af Elísu Valgeirsdóttur sem gegnt hefur starfinu með miklum sóma síðan í haust. Segja má að þær hafi hlutverkaskipti: Elín Agla snýr nú úr fæðingarorlofi, en Elísa er farin suður til Reykjavíkur til að fjölga mannkyninu. Allir í Árneshreppi bíða spenntir eftir fréttum af nýjum íbúa.

Jóhanna Engilráð, dóttir Elínar Öglu og Hrafns er nú að verða 8 mánaða, og hefur notið lífsins sem yngsti íbúinn. Hún mun með mikilli ánægju afsala sér titlinum og er orðið nokkuð langt síðan svo skammt var milli fæðinga hér í sveit. Miklar vangaveltur eru um hvort þriðja barn Elísu og Ingvars Bjarnasonar verður drengur  eða stúlka, enda heil 16 ár síðan piltur fæddist í Árneshreppi.

Elísa og Ingvar fluttu hingað norður í fyrra ásamt tveimur börnum sínum, Kára og Þóreyju, og er þessi góða fjölskylda sannkölluð vítamínsprauta fyrir samfélagið hér. Þau hafa, ásamt Jóhönnu Engilráð, séð til þess að íbúum í Árneshreppi fjölgar um meira en 10 prósent milli ára -- og er það mesta íbúafjölgun í nokkru sveitarfélagi á Íslandi, samkvæmt heimildum Litla-Hjalla.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Svalahurð,18-11-08.
  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
Vefumsjón