| þriðjudagurinn 27. apríl 2010
Prenta
Fjör á vorskemmtun Finnbogastaðaskóla
Gleðin var allsráðandi á vorskemmtun Finnbogastaðaskóla, sem haldin var í samkomuhúsinu á sunnudag. Fagmennskan og fjörið héldust í hendur á sýningu krakkanna, sem léku, sungu og spiluðu fyrir fjölmarga gesti. Vorskemmtunin að þessu sinni var afrakstur af nokkurra daga námskeiði í leiklist og tónlist, sem Birna Hjaltadóttir frá Bæ og Björn Kristjánsson stóðu fyrir.
Þau Birna og Björn kenna bæði við Norðlingaskóla í Reykjavík, og var heimsókn þeirra mikill fengur fyrir krakkana hér.