Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. desember 2004
Prenta
Flutningabílar sóttu ullina til bænda í kvöld.
Tveir flutningabílar frá Strandafragt á Hólmavík komu norður um kvöldmatarleitið í kvöld að sækja ullina til bænda.Bílarnir voru um átta tíma norður það byrjuðu einhverjar olíutruflanir í öðrum bílnum í Bjarnarfirði og síðan fauk aftaníkerra á hliðina í Naustvíkunum enn sæmilega gekk að rétta hana við aftur.Veghefill var á undan bílunum norður að reyna að skafa svellin,bílstjórarnir Guðmundur Björsson og Kristján Guðmundsson seygja lítið um snjó enn allt væri ein glæra og sleypt þótt allt væri keðjað,bílarnir lögðu á stað til baka um hálf ellefu í kvöld.