Forval VG í Norðvesturkjördæmi í dag.
Forval Vinstri grænna í NV-kjördæmi
Í dag verða send kjörgögn til allra félaga í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Norðvesturkjördæmi, en þar mun fara fram póstkosning til að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Reynt verður að hraða talningu og í kjölfarið að stilla upp á lista flokksins og þurfa póstatkvæði að vera komin í póst fyrir 10. mars næstkomandi. Frestur til að skila inn framboði er liðinn og gáfu 20 félagar kost á sér. Hægt er að nálgast upplýsingar um frambjóðendur í kynningarbæklingi sem er kominn á netið: http://www.vg.is/kjordaemi/nv . Nánari upplýsingar veitir formaður kjörstjórnar Gísli Árnason í síma 895-4408
Frambjóðendur eru í stafrófsröð:
Arnar Snæberg Jónsson, Hólmavík (3.-4. sæti)
Ársæll Guðmundsson, Borgarnesi (2.-4. sæti)
Ásmundur Einar Daðason, Búðardal (2.-4. sæti)
Björg Gunnarsdóttir, Hvanneyri (1.-2. sæti)
Eva Sigurbjörnsdóttir, Djúpavík í Árneshreppi (1.-6. sæti)
Grímur Atlason, Búðardal (1.-2. sæti)
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti (2.-4. sæti)
Hjördís Garðarsdóttir, Akranesi (3.-5. sæti)
Ingibjörg Gestsdóttir, Akranesi (tilgreinir ekki sæti)
Jón Bjarnason, Blönduósi (1. sæti)
Jóna Benediktsdóttir, Ísafirði (2.-3. sæti)
Katla Kjartansdóttir, Hólmavík (3.-6. sæti)
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri (2. sæti)
Matthías Sævar Lýðsson, Húsavík í Strandabyggð (3.-6. sæti)
Ólafur Sveinn Jóhannesson, Tálknafirði (1.-2. sæti)
Páll Rúnar Heinesen Pálsson, Sauðárkróki (4.-6. sæti)
Ragnar Frank Kristjánsson, Hvanneyri (3.-8. sæti)
Sigurður Ingvi Björnsson, Hvammstanga (tilgreinir ekki sæti)
Telma Magnúsdóttir, Blönduósi (3.-6. sæti)
Viðar Guðmundsson, Miðhúsum í Strandabyggð (3.-6. sæti)