Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2009 Prenta

Forval VG í Norðvesturkjördæmi í dag.

Forval Vinstri grænna í NV-kjördæmi

Í dag verða send kjörgögn til allra félaga í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Norðvesturkjördæmi, en þar mun fara fram póstkosning til að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Reynt verður að hraða talningu og í kjölfarið að stilla upp á lista flokksins og þurfa póstatkvæði að vera komin í póst fyrir 10. mars næstkomandi. Frestur til að skila inn framboði er liðinn og gáfu 20 félagar kost á sér. Hægt er að nálgast upplýsingar um frambjóðendur í kynningarbæklingi sem er kominn á netið:  http://www.vg.is/kjordaemi/nv . Nánari upplýsingar veitir formaður kjörstjórnar Gísli Árnason í síma 895-4408

Frambjóðendur eru í stafrófsröð:

Arnar Snæberg Jónsson, Hólmavík (3.-4. sæti)

Ársæll Guðmundsson, Borgarnesi (2.-4. sæti)

Ásmundur Einar Daðason, Búðardal (2.-4. sæti)

Björg Gunnarsdóttir, Hvanneyri (1.-2. sæti)

Eva Sigurbjörnsdóttir, Djúpavík í Árneshreppi (1.-6. sæti)

Grímur Atlason, Búðardal (1.-2. sæti)

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti (2.-4. sæti)

Hjördís Garðarsdóttir, Akranesi (3.-5. sæti)

Ingibjörg Gestsdóttir, Akranesi (tilgreinir ekki sæti)

Jón Bjarnason, Blönduósi (1. sæti)

Jóna Benediktsdóttir, Ísafirði (2.-3. sæti)

Katla Kjartansdóttir, Hólmavík (3.-6. sæti)

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri (2. sæti)

Matthías Sævar Lýðsson, Húsavík í Strandabyggð (3.-6. sæti)

Ólafur Sveinn Jóhannesson, Tálknafirði (1.-2. sæti)

Páll Rúnar Heinesen Pálsson, Sauðárkróki (4.-6. sæti)

Ragnar Frank Kristjánsson, Hvanneyri (3.-8. sæti)

Sigurður Ingvi Björnsson, Hvammstanga (tilgreinir ekki sæti)

Telma Magnúsdóttir, Blönduósi (3.-6. sæti)

Viðar Guðmundsson, Miðhúsum í Strandabyggð (3.-6. sæti)

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
Vefumsjón